Fótbolti

Neymar ætlar að vera áfram hjá Santos

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þrátt fyrir gríðarlegan áhuga frá stórliðum Evrópu stefnir brasilíska ungstirnið Neymar á að spila áfram með Santos í heimalandinu. Fjögur félög eru til í að greiða þá upphæð sem þarf til að losa hann undan samningi við Santos. Sú upphæð er 45 milljónir evra.

Strákurinn er með samning við Santos til 2015 og virðist ekki treysta sér í að fara strax til Evrópu.

"Ég er með samning sem ég ætla að virða," sagði Neymar en hann er mjög spenntur fyrir því að leika með Santos í heimsmeistarakeppni félagsliða í desember.

Neymar verður í eldlínunni með Brasilíu á Copa America en Brasilíu spilar sinn fyrsta leik í keppninni á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×