Gengur varla að fara í þriggja ára samstarf með bundið fyrir augun 20. júní 2011 12:13 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ „Það gengur varla að fara í þetta þriggja ára samstarf með bundið fyrir augun," segir Gylfi Arnbjörnsson formaður ASÍ sem þarf að taka ákvörðun fyrir lok dags á morgun um hvort forsendur séu fyrir þriggja ára samningum eða aðfararsamningur til eins árs verði látinn gilda. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra átti fund með aðilum frá ASÍ og Samtökum Atvinnulífsins í gær en þar höfðu menn lýst því yfir að meintur skortur á efndum ríkisstjórnarinnar hefðu sett endurskoðun á forsendum nýgerðar kjarasamninga í uppnám. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Ögmundur enga óvissu vera um kjarasamningana. Er forseti ASÍ sammála því? „Það er ekki hans að taka ákvörðun um það hvort að kjarasamningar öðlist gildi á morgun eða ekki heldur skulum við láta samningsaðilana sjá um þann hluta," segir Gylfi og bendir á það hafi verið gerð krafa um að það væri ráðist í framkvæmdir í vegamálum. En nú sé það ljóst að ekki verður ráðist í þær framkvæmdir. „Við höfum einfaldlega spurt: Hvað á að koma annað?," og við því hafi ekki fengist nein svör. Fyrir lá að menn ætluðu að fjármagna vegaframkvæmdir með vegatollum en Ögmundur hefur sagt andstöðu við þau áform mikla í samfélaginu, og meðal annars vitnað í undirskriftir 40 þúsund Íslendinga. Gylfi segist gera sér grein fyrir að mikil andstaða hafi verið við málið í upphafi, en menn hafi unnið vel í því að breyta umfanginu og meðal annars farið í ódýrari lausnir. En hinsvegar sé sú biturlega staðreynd að ríkissjóður er tómur. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka ákvörðun fyrir lok dags á morgun og segir Gylfi að fundað verði stíft fram að þeim tíma. Meðal annars verði fundað með embættismönnum um hvað sé í pípunum í stórframkvæmdum og stöðu þeirra áætlana sem átti að vera búið að kynna fyrir lok maí. Mikilvægt sé að fá þessi mál á hreint. „Það gengur varla að fara í þetta þriggja ára samstarf með bundið fyrir augun," segi Gylfi að lokum. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Það gengur varla að fara í þetta þriggja ára samstarf með bundið fyrir augun," segir Gylfi Arnbjörnsson formaður ASÍ sem þarf að taka ákvörðun fyrir lok dags á morgun um hvort forsendur séu fyrir þriggja ára samningum eða aðfararsamningur til eins árs verði látinn gilda. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra átti fund með aðilum frá ASÍ og Samtökum Atvinnulífsins í gær en þar höfðu menn lýst því yfir að meintur skortur á efndum ríkisstjórnarinnar hefðu sett endurskoðun á forsendum nýgerðar kjarasamninga í uppnám. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Ögmundur enga óvissu vera um kjarasamningana. Er forseti ASÍ sammála því? „Það er ekki hans að taka ákvörðun um það hvort að kjarasamningar öðlist gildi á morgun eða ekki heldur skulum við láta samningsaðilana sjá um þann hluta," segir Gylfi og bendir á það hafi verið gerð krafa um að það væri ráðist í framkvæmdir í vegamálum. En nú sé það ljóst að ekki verður ráðist í þær framkvæmdir. „Við höfum einfaldlega spurt: Hvað á að koma annað?," og við því hafi ekki fengist nein svör. Fyrir lá að menn ætluðu að fjármagna vegaframkvæmdir með vegatollum en Ögmundur hefur sagt andstöðu við þau áform mikla í samfélaginu, og meðal annars vitnað í undirskriftir 40 þúsund Íslendinga. Gylfi segist gera sér grein fyrir að mikil andstaða hafi verið við málið í upphafi, en menn hafi unnið vel í því að breyta umfanginu og meðal annars farið í ódýrari lausnir. En hinsvegar sé sú biturlega staðreynd að ríkissjóður er tómur. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka ákvörðun fyrir lok dags á morgun og segir Gylfi að fundað verði stíft fram að þeim tíma. Meðal annars verði fundað með embættismönnum um hvað sé í pípunum í stórframkvæmdum og stöðu þeirra áætlana sem átti að vera búið að kynna fyrir lok maí. Mikilvægt sé að fá þessi mál á hreint. „Það gengur varla að fara í þetta þriggja ára samstarf með bundið fyrir augun," segi Gylfi að lokum.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira