Innlent

FÍB ítrekar andstöðu við vegatolla

Steinþór Jónsson, formaður FÍB
Steinþór Jónsson, formaður FÍB

Félag íslenskra bifreiðaeigenda gaf í dag út fréttatilkynningu þar sem þeir ítreka andstöðu sína við þær hugmyndir um einkavæðingu vegakerfisins og vegatolla á vegfarendur sem Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins berjast nú fyrir.

Í tilkynningunni er vísað í undirskriftasöfnun sem fór fram í upphafi ársins þegar á einni viku söfnuðust 41.500 undirskriftir kosningabærra Íslendinga þar sem þeir mótmæltu sömu hugmyndum, en slíkur fjöldi undirskrifta á jafn stuttum tíma sé algert einsdæmi.

FÍB segir innanríkisráðherra eiga hrós skilið að hika við að samþykkja tillöguna þar sem slíkt myndi fara gegn yfirlýstum vilja um fimmtungs þjóðarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.