Fótbolti

Metfjöldi á opnunarleik HM kvenna í Þýskalandi

Sgurður Elvar Þórólfsson skrifar
Celia Okoyino da Mbabi lék gríðarlega vel í liði Þýskalands og skyggði hún algjörlega á Birgit Prinz sem lék við hlið hennar í framlínunni.
Celia Okoyino da Mbabi lék gríðarlega vel í liði Þýskalands og skyggði hún algjörlega á Birgit Prinz sem lék við hlið hennar í framlínunni. AFP
Þjóðverjar hafa titil að verja á Heimsmeistaramóti kvennalandsliða í fótbolta en opnunarleikurinn fór fram í dag. Rétt tæplega 74.000 áhorfendu fylltu ólympíuleikvanginn í Berlín þar sem að Þjóðverjar höfðu betur, 2-1, gegn Kanada.  Nýtt áhorfendamet var sett á kvennaleik í fótbolta í Evrópu en miklar væntingar eru gerðar til Þjóðverja í þessari keppni en Þjóðverjar hafa unnið tvær síðustu HM keppnir.

Kerstin Garefrekes skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Þýskaland þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Okoyino da Mbabi bætti við öðru marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Lið Kanada er í framför enda tapað liðið 5-0 gegn Þýskalandi síðast þegar liðin áttust við. Christine Sinclair skoraði frábært mark með þrumuskot beint úr aukaspyrnu en Þjóðverjar höfðu ekki fengið á sig mark í lokakeppni HM í 679 mínútur. Þetta var 13. sigurleikur Þýskalands í röð í úrslitum HM.

Celia Okoyino da Mbabi lék gríðarlega vel í liði Þýskalands og skyggði hún algjörlega á Birgit Prinz sem lék við hlið hennar í framlínunni.  Sigur Þjóðverjar var síst of stór því Garefrekes fékk tvö úrvalsfæri og Simone Laudehr skaut boltanum í þverslána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×