Innlent

Mikilvægast að Íslendingar borgi

Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, segir ekki skipta máli hvaðan þeir peningar komi sem Íslendingar noti til að greiða Icesave skuldina. Mikilvægast sé að lágmarksinnistæðutryggingin verði greidd. Viðskiptaráðherra óttast ekki dómsmál fyrir EFTA dómstólnum og segir málstað Íslendinga sterkan.

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, krefur Íslendinga um að borga lágmarkstryggingu innistæðna. Geri þeir það ekki farai málið fyrir EFTA-dómstólinn að þremur mánuðum liðnum. ESA sendi íslenskum stjórnvöldum bréf þess efnis í dag.

Samstaða Alþingis mikilvæg

Utanríkismálanefnd Alþings fundaði um málið í dag. Að fundi loknum sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, að ef málið færi fyrir dóm væri samstaða á Alþingi um afstöðu Íslendinga í málinu.

„Það var fyrst og fremst óskað eftir að við myndum halda áfram að upplýsa um gang málsins og ég hlakka til að eiga áfram samstarf við nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Samstaðan þar skiptir miklu máli því að loksins er okkur að takast að skapa samstöðu um þetta mál, skilning á því og meðferð á því meðal þjóðarinnar og hér innan þingsins."

Ekki hluti af ESA-málinu

Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, segir að áhyggjur stofnunarinnar snúist líkt og áður að Ísland hafi ekki samþykkt að greiða lágmarksinnistæðutryggingar sem er yfir 600 milljarðar króna. Fréttir að undanförnu hafa sýnt að hugsanlega duga greiðslur úr þrotabúi Landsbankans fyrir allri Icesave-skuldinni.

Aðspurður hvort það skipti hann máli hvaðan peningarnir koma segir Per Sanderud svo ekki vera. „Ég á við hvernig Ísland fjármagnar þessa skuldbindingu að upphæð sem nemur 20 þúsund evrum á hvern innstæðueiganda er ekki hluti af ESA-málinu. En ég legg áherslu á að markmið tilskipunarinnar er að innstæðueigendur þurfi að reiða sig á gjaldþrotameðferð."


Tengdar fréttir

Viðskiptaráðherra óttast ekki dómstólaleiðina

Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra, segist ekki óttast dómstólaleiðina en Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið Íslandi þrjá mánuði til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave kröfuhafa, ella fari málið fyrir dóm. Árni Páll segir líklegt að greiðslum úr þrotabúinu verði lokið þegar dómur í málinu falli. Rök Íslands í málinu séu sterk.

ESA: Ísland verður að borga Icesave

Íslendingar þurfa að borga lágmarksinnistæðutryggingar vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og í Hollandi. Þetta er niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem kynnti álit sitt á málinu í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×