Mikilvægast að Íslendingar borgi 10. júní 2011 19:10 Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, segir ekki skipta máli hvaðan þeir peningar komi sem Íslendingar noti til að greiða Icesave skuldina. Mikilvægast sé að lágmarksinnistæðutryggingin verði greidd. Viðskiptaráðherra óttast ekki dómsmál fyrir EFTA dómstólnum og segir málstað Íslendinga sterkan. ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, krefur Íslendinga um að borga lágmarkstryggingu innistæðna. Geri þeir það ekki farai málið fyrir EFTA-dómstólinn að þremur mánuðum liðnum. ESA sendi íslenskum stjórnvöldum bréf þess efnis í dag.Samstaða Alþingis mikilvæg Utanríkismálanefnd Alþings fundaði um málið í dag. Að fundi loknum sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, að ef málið færi fyrir dóm væri samstaða á Alþingi um afstöðu Íslendinga í málinu. „Það var fyrst og fremst óskað eftir að við myndum halda áfram að upplýsa um gang málsins og ég hlakka til að eiga áfram samstarf við nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Samstaðan þar skiptir miklu máli því að loksins er okkur að takast að skapa samstöðu um þetta mál, skilning á því og meðferð á því meðal þjóðarinnar og hér innan þingsins."Ekki hluti af ESA-málinu Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, segir að áhyggjur stofnunarinnar snúist líkt og áður að Ísland hafi ekki samþykkt að greiða lágmarksinnistæðutryggingar sem er yfir 600 milljarðar króna. Fréttir að undanförnu hafa sýnt að hugsanlega duga greiðslur úr þrotabúi Landsbankans fyrir allri Icesave-skuldinni. Aðspurður hvort það skipti hann máli hvaðan peningarnir koma segir Per Sanderud svo ekki vera. „Ég á við hvernig Ísland fjármagnar þessa skuldbindingu að upphæð sem nemur 20 þúsund evrum á hvern innstæðueiganda er ekki hluti af ESA-málinu. En ég legg áherslu á að markmið tilskipunarinnar er að innstæðueigendur þurfi að reiða sig á gjaldþrotameðferð." Tengdar fréttir Viðskiptaráðherra óttast ekki dómstólaleiðina Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra, segist ekki óttast dómstólaleiðina en Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið Íslandi þrjá mánuði til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave kröfuhafa, ella fari málið fyrir dóm. Árni Páll segir líklegt að greiðslum úr þrotabúinu verði lokið þegar dómur í málinu falli. Rök Íslands í málinu séu sterk. 10. júní 2011 12:33 ESA: Ísland verður að borga Icesave Íslendingar þurfa að borga lágmarksinnistæðutryggingar vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og í Hollandi. Þetta er niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem kynnti álit sitt á málinu í dag. 10. júní 2011 10:37 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, segir ekki skipta máli hvaðan þeir peningar komi sem Íslendingar noti til að greiða Icesave skuldina. Mikilvægast sé að lágmarksinnistæðutryggingin verði greidd. Viðskiptaráðherra óttast ekki dómsmál fyrir EFTA dómstólnum og segir málstað Íslendinga sterkan. ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, krefur Íslendinga um að borga lágmarkstryggingu innistæðna. Geri þeir það ekki farai málið fyrir EFTA-dómstólinn að þremur mánuðum liðnum. ESA sendi íslenskum stjórnvöldum bréf þess efnis í dag.Samstaða Alþingis mikilvæg Utanríkismálanefnd Alþings fundaði um málið í dag. Að fundi loknum sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, að ef málið færi fyrir dóm væri samstaða á Alþingi um afstöðu Íslendinga í málinu. „Það var fyrst og fremst óskað eftir að við myndum halda áfram að upplýsa um gang málsins og ég hlakka til að eiga áfram samstarf við nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Samstaðan þar skiptir miklu máli því að loksins er okkur að takast að skapa samstöðu um þetta mál, skilning á því og meðferð á því meðal þjóðarinnar og hér innan þingsins."Ekki hluti af ESA-málinu Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, segir að áhyggjur stofnunarinnar snúist líkt og áður að Ísland hafi ekki samþykkt að greiða lágmarksinnistæðutryggingar sem er yfir 600 milljarðar króna. Fréttir að undanförnu hafa sýnt að hugsanlega duga greiðslur úr þrotabúi Landsbankans fyrir allri Icesave-skuldinni. Aðspurður hvort það skipti hann máli hvaðan peningarnir koma segir Per Sanderud svo ekki vera. „Ég á við hvernig Ísland fjármagnar þessa skuldbindingu að upphæð sem nemur 20 þúsund evrum á hvern innstæðueiganda er ekki hluti af ESA-málinu. En ég legg áherslu á að markmið tilskipunarinnar er að innstæðueigendur þurfi að reiða sig á gjaldþrotameðferð."
Tengdar fréttir Viðskiptaráðherra óttast ekki dómstólaleiðina Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra, segist ekki óttast dómstólaleiðina en Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið Íslandi þrjá mánuði til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave kröfuhafa, ella fari málið fyrir dóm. Árni Páll segir líklegt að greiðslum úr þrotabúinu verði lokið þegar dómur í málinu falli. Rök Íslands í málinu séu sterk. 10. júní 2011 12:33 ESA: Ísland verður að borga Icesave Íslendingar þurfa að borga lágmarksinnistæðutryggingar vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og í Hollandi. Þetta er niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem kynnti álit sitt á málinu í dag. 10. júní 2011 10:37 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Viðskiptaráðherra óttast ekki dómstólaleiðina Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra, segist ekki óttast dómstólaleiðina en Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið Íslandi þrjá mánuði til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave kröfuhafa, ella fari málið fyrir dóm. Árni Páll segir líklegt að greiðslum úr þrotabúinu verði lokið þegar dómur í málinu falli. Rök Íslands í málinu séu sterk. 10. júní 2011 12:33
ESA: Ísland verður að borga Icesave Íslendingar þurfa að borga lágmarksinnistæðutryggingar vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og í Hollandi. Þetta er niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem kynnti álit sitt á málinu í dag. 10. júní 2011 10:37