Erlent

Nær helmingur atvinnulaus á Gaza

Eitt hæsta hlutfall atvinnulausra í heiminum er á Gaza
Eitt hæsta hlutfall atvinnulausra í heiminum er á Gaza
Atvinnuleysi á Gaza-ströndinni mældist 45,2% um áramótin, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er eitt hæsta hlutfall atvinnulausra í heiminum.

Launagreiðslur hafa lækkað um þriðjung á svæðinu, að því er BBC greinir frá.

Samkvæmt skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna sem fer með málefni palestínskra flóttamanna á svæðinu hafa einkafyrirtæki orðið harkalega fyrir barðinu á útflutningsbanninu sem er þar í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×