Kirkjan biður Guðrúnu Ebbu afsökunar 15. júní 2011 15:49 Kirkjan bað Guðrúnu Ebbu afsökunar á að hafa meðal annars horft of þröngt á óljóst gildissvið reglna. Mynd / Hari Fagráð kirkjunnar hefur beðið Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur afsökunar á að hafa brugðist henni með því að styðja hana ekki og leiðbeina henni ekki sem skyldi á árunum 2008-2010. Í bréfinu segir fagráðið meðal annars að það hefði horft og þröngt á óljóst gildissvið reglna sinna. Svo segir orðrétt: „Um leið og ég kem þessari afsökun okkar á framfæri þá vil ég þakka þér og þeim konum sem borið hafa hita og þunga af þeim málum sem rannsóknarnefnd kirkjuþings hefur haft til meðferðar fyrir staðfestu ykkar og heiðarleika. Þó þú, Guðrún Ebba, hafir ekki notið þeirra breytinga sem við höfum gert á starfi fagráðs þá eigum við þér mikið að þakka að þær eru orðnar. Það er ekki síst vegna þíns máls sem við höfum endurskoðað vinnulag okkar og breytt svo sem hér er að ofan lýst.“ Hér fyrir neðan má lesa bréfið í heild sinni en það er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar, sem undirritar bréfið:Kæra Guðrún EbbaFyrir hönd fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota við ég biðja þig afsökunar á því að hafa brugðist þér með því að styðja þig ekki og leiðbeina sem skyldi á árunum 2008-2010. Við tökum við réttmætum ábendingum skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings sem finnur að því að við höfum ekki átt frumkvæði að því að styðja þig er þú varst að koma fram með mál þitt og óska áheyrnar hjá kirkjuráði.Við horfðum of þröngt á óljóst gildissvið reglna okkar. Við festum okkur í því mati okkar að úr því að við hefðum ekki farveg til inngripa í mál þitt þá gætum við ekki sinnt því. Reynsla starfs okkar hefur hins vegar áréttað fyrir okkur hve mikið gildi liggur í því að heyra og virða jafnvel þá þegar við eigum enga von um úrlausn í máli þolanda gagnvart geranda kynferðisbrots. Þar brugðumst við þér Guðrún Ebba og biðjumst afsökunar á því. Við höfum nú breytt vinnulagi okkar svo að við heyrum nú öll mál sem til okkar berast, göngum inn í glímu þjáningar þeirrar sem okkur er trúað fyrir og reynum að taka okkur stöðu þar við hlið þeirra sem brotið hefur verið á. Það er ekki auðvelt en það er verkefni okkar.Um leið og ég kem þessari afsökun okkar á framfæri þá vil ég þakka þér og þeim konum sem borið hafa hita og þunga af þeim málum sem rannsóknarnefnd kirkjuþings hefur haft til meðferðar fyrir staðfestu ykkar og heiðarleika. Þó þú, Guðrún Ebba, hafir ekki notið þeirra breytinga sem við höfum gert á starfi fagráðs þá eigum við þér mikið að þakka að þær eru orðnar. Það er ekki síst vegna þíns máls sem við höfum endurskoðað vinnulag okkar og breytt svo sem hér er að ofan lýst.Við hlökkum svo til að fá að eiga samstarf við þig varðandi komu Marie M. Fortune hingað til lands nú í haust og þökkum þér fyrir að hafa haft frumkvæði af heimsókn hennar. Það verður spennandi að fá að njóta hennar á ráðstefnum og fundum 18.-20. október n.k.Reykjavík 15. júní 2011.Virðingarfyllst, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fagráð kirkjunnar hefur beðið Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur afsökunar á að hafa brugðist henni með því að styðja hana ekki og leiðbeina henni ekki sem skyldi á árunum 2008-2010. Í bréfinu segir fagráðið meðal annars að það hefði horft og þröngt á óljóst gildissvið reglna sinna. Svo segir orðrétt: „Um leið og ég kem þessari afsökun okkar á framfæri þá vil ég þakka þér og þeim konum sem borið hafa hita og þunga af þeim málum sem rannsóknarnefnd kirkjuþings hefur haft til meðferðar fyrir staðfestu ykkar og heiðarleika. Þó þú, Guðrún Ebba, hafir ekki notið þeirra breytinga sem við höfum gert á starfi fagráðs þá eigum við þér mikið að þakka að þær eru orðnar. Það er ekki síst vegna þíns máls sem við höfum endurskoðað vinnulag okkar og breytt svo sem hér er að ofan lýst.“ Hér fyrir neðan má lesa bréfið í heild sinni en það er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar, sem undirritar bréfið:Kæra Guðrún EbbaFyrir hönd fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota við ég biðja þig afsökunar á því að hafa brugðist þér með því að styðja þig ekki og leiðbeina sem skyldi á árunum 2008-2010. Við tökum við réttmætum ábendingum skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings sem finnur að því að við höfum ekki átt frumkvæði að því að styðja þig er þú varst að koma fram með mál þitt og óska áheyrnar hjá kirkjuráði.Við horfðum of þröngt á óljóst gildissvið reglna okkar. Við festum okkur í því mati okkar að úr því að við hefðum ekki farveg til inngripa í mál þitt þá gætum við ekki sinnt því. Reynsla starfs okkar hefur hins vegar áréttað fyrir okkur hve mikið gildi liggur í því að heyra og virða jafnvel þá þegar við eigum enga von um úrlausn í máli þolanda gagnvart geranda kynferðisbrots. Þar brugðumst við þér Guðrún Ebba og biðjumst afsökunar á því. Við höfum nú breytt vinnulagi okkar svo að við heyrum nú öll mál sem til okkar berast, göngum inn í glímu þjáningar þeirrar sem okkur er trúað fyrir og reynum að taka okkur stöðu þar við hlið þeirra sem brotið hefur verið á. Það er ekki auðvelt en það er verkefni okkar.Um leið og ég kem þessari afsökun okkar á framfæri þá vil ég þakka þér og þeim konum sem borið hafa hita og þunga af þeim málum sem rannsóknarnefnd kirkjuþings hefur haft til meðferðar fyrir staðfestu ykkar og heiðarleika. Þó þú, Guðrún Ebba, hafir ekki notið þeirra breytinga sem við höfum gert á starfi fagráðs þá eigum við þér mikið að þakka að þær eru orðnar. Það er ekki síst vegna þíns máls sem við höfum endurskoðað vinnulag okkar og breytt svo sem hér er að ofan lýst.Við hlökkum svo til að fá að eiga samstarf við þig varðandi komu Marie M. Fortune hingað til lands nú í haust og þökkum þér fyrir að hafa haft frumkvæði af heimsókn hennar. Það verður spennandi að fá að njóta hennar á ráðstefnum og fundum 18.-20. október n.k.Reykjavík 15. júní 2011.Virðingarfyllst, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira