Grunnskólabörn selja rítalíntöflu á fimm þúsund krónur 15. júní 2011 18:41 Dæmi eru um að grunnskólabörn á aldrinum 13-15 ára sem taka inn rítalín og önnur skyld lyf vegna ADHD raskana selji rítalíntöfluna á hátt í fimm þúsund krónur á svörtum markaði. ADHD samtökin lýsa yfir áhyggjum vegna þessara mála og hvetja foreldra til að hafa meira eftirlit með lyfjatöku barna sinna. Umræðan um rítalín og skyld lyf hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Læknastéttin hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að ávísa lyfjum til sprautufíkla í miklu magni og rítalín töflur ganga kaupum og sölum í undirheimum. En svo virðist sem rítalínið komist í undirheima með öðrum leiðum. Elín Hinriksdóttir varaformaður ADHD samtakanna segist vita um nokkur tilfelli þar sem börn með ADHD selji rítalíntöflur á svörtum markaði sem þau fái ávísuð af læknum. Hún segist hafa rætt við börn og unglinga og því miður sé til staðar sala á rítalíntöflum og segir það mötulega staðreynd. „Meðan það er eftirspurn er alltaf einhver sem selur," segir hún. Þetta séu börn í unglingadeildum grunnskólanna á aldrinum 13 til 15 ára. Elín segir að það hafi komið fyrir að ellefu og tólf ára krakkar hafi selt lyfin sín. Sprautufíklar beiti ýmsum leiðum til að nálgast töflurnar. „Maður hefur heyrt að þeir sem eru í neyslu eða eru að selja þessi lyf hafi leitað í skólana, og leitað til barna sem þeir vita að séu á lyfjum. Annars get ég ekki fullyrt um það, en ég heyrði út undan mér í fyrra að taflan gengi á fimm þúsund krónum." Elín segir ADHD samtökin hafa áhyggjur af þessu og hvetur foreldra barna sem þurfi að taka inn rítalín og skyld lyf við röskun sinni að hafa eftirlit með lyfjatöku þeirra. „Þetta er fyrst og fremst ábyrgð foreldranna og einstaklingar teljast börn fram að átján ára aldri og foreldrar verða að bera ábyrgð." Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Dæmi eru um að grunnskólabörn á aldrinum 13-15 ára sem taka inn rítalín og önnur skyld lyf vegna ADHD raskana selji rítalíntöfluna á hátt í fimm þúsund krónur á svörtum markaði. ADHD samtökin lýsa yfir áhyggjum vegna þessara mála og hvetja foreldra til að hafa meira eftirlit með lyfjatöku barna sinna. Umræðan um rítalín og skyld lyf hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Læknastéttin hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að ávísa lyfjum til sprautufíkla í miklu magni og rítalín töflur ganga kaupum og sölum í undirheimum. En svo virðist sem rítalínið komist í undirheima með öðrum leiðum. Elín Hinriksdóttir varaformaður ADHD samtakanna segist vita um nokkur tilfelli þar sem börn með ADHD selji rítalíntöflur á svörtum markaði sem þau fái ávísuð af læknum. Hún segist hafa rætt við börn og unglinga og því miður sé til staðar sala á rítalíntöflum og segir það mötulega staðreynd. „Meðan það er eftirspurn er alltaf einhver sem selur," segir hún. Þetta séu börn í unglingadeildum grunnskólanna á aldrinum 13 til 15 ára. Elín segir að það hafi komið fyrir að ellefu og tólf ára krakkar hafi selt lyfin sín. Sprautufíklar beiti ýmsum leiðum til að nálgast töflurnar. „Maður hefur heyrt að þeir sem eru í neyslu eða eru að selja þessi lyf hafi leitað í skólana, og leitað til barna sem þeir vita að séu á lyfjum. Annars get ég ekki fullyrt um það, en ég heyrði út undan mér í fyrra að taflan gengi á fimm þúsund krónum." Elín segir ADHD samtökin hafa áhyggjur af þessu og hvetur foreldra barna sem þurfi að taka inn rítalín og skyld lyf við röskun sinni að hafa eftirlit með lyfjatöku þeirra. „Þetta er fyrst og fremst ábyrgð foreldranna og einstaklingar teljast börn fram að átján ára aldri og foreldrar verða að bera ábyrgð."
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira