Frestun Drekaútboðs lýsir ömurlegri verkstjórn 16. júní 2011 13:30 Kristján Þór Júlíusson. Það er til háborinnar skammar fyrir stjórnvöld að Drekaútboðið skuli frestast, segir Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Hann segir þetta klúður, sem lýsi ömurlegri verkstjórn í ríkisstjórn og á Alþingi. Orkumálastjóri hefur upplýst að fresta þurfi útboði olíuleitar á Drekasvæðinu, sem átti að hefjast eftir sex vikur, um þrjá til fjóra mánuði, sökum þess að Alþingi lögfesti ekki þrjú frumvörp, sem voru forsenda útboðsins. Frumvörpin höfðu öll verið afgreidd án ágreinings úr þingnefndum og biðu lokaafgreiðslu. Kristján Þór Júlíusson segir þetta gerast vegna ömurlegrar verkstjórnar á störfum ríkisstjórnar og Alþingis. „Þeir sem eiga að ráða för, stýra skútunni, þeir hafa ekkert yfirlit yfir þau þjóðþrifamál sem þarf að koma fram, því miður. Þetta var allt í einum grautarpotti og engin heildaryfirsýn," segir Kristján Þór. Spurður um hverjir bera ábyrgðina, svarar hann: „Forsætisráðherra og formenn þingflokka ásamt þeim ráðherrum sem hafa yfirumsjón með viðkomandi málaflokkum." Kristján Þór kveðst hallast að því að þetta hafi verið klúður fremur en viljaverk. "Ég vil nú hallast að því að sé klúður. Það eru hins vegar til kenningar um það að Vinstri grænir hafa alltaf verið á móti olíuvinnslu á hafsvæðinu við landið. Síðan er sú kenning uppi að Samfylkingi hafi ekkert á móti því að það dragist að fá jákvæðar niðurstöður af olíuleit við Ísland áður en niðurstaða aðildarviðræðnanna, sem hún rekur af fullum krafti, liggur fyrir." „Þetta er náttúrlega öllum sem um þessi mál sýsla til háborinnar skammar að svona hafi farið. Þarna er vitað að menn hafa mikinn áhuga á því að kanna þau verðmæti sem Íslendingar geta hugsanlega ráðið yfir í þessari auðlind. Og ef við höfum ekki fulla þörf á því að ganga úr skugga um getu okkar til góðra verka á þeim tímum sem við lifum á núna þá höfum við aldrei þörf fyrir það. Þetta er bara til háborinnar skammar fyrir þau stjórnvöld sem ráða för um þessar mundir," segir Kristján Þór Júlíusson. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Það er til háborinnar skammar fyrir stjórnvöld að Drekaútboðið skuli frestast, segir Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Hann segir þetta klúður, sem lýsi ömurlegri verkstjórn í ríkisstjórn og á Alþingi. Orkumálastjóri hefur upplýst að fresta þurfi útboði olíuleitar á Drekasvæðinu, sem átti að hefjast eftir sex vikur, um þrjá til fjóra mánuði, sökum þess að Alþingi lögfesti ekki þrjú frumvörp, sem voru forsenda útboðsins. Frumvörpin höfðu öll verið afgreidd án ágreinings úr þingnefndum og biðu lokaafgreiðslu. Kristján Þór Júlíusson segir þetta gerast vegna ömurlegrar verkstjórnar á störfum ríkisstjórnar og Alþingis. „Þeir sem eiga að ráða för, stýra skútunni, þeir hafa ekkert yfirlit yfir þau þjóðþrifamál sem þarf að koma fram, því miður. Þetta var allt í einum grautarpotti og engin heildaryfirsýn," segir Kristján Þór. Spurður um hverjir bera ábyrgðina, svarar hann: „Forsætisráðherra og formenn þingflokka ásamt þeim ráðherrum sem hafa yfirumsjón með viðkomandi málaflokkum." Kristján Þór kveðst hallast að því að þetta hafi verið klúður fremur en viljaverk. "Ég vil nú hallast að því að sé klúður. Það eru hins vegar til kenningar um það að Vinstri grænir hafa alltaf verið á móti olíuvinnslu á hafsvæðinu við landið. Síðan er sú kenning uppi að Samfylkingi hafi ekkert á móti því að það dragist að fá jákvæðar niðurstöður af olíuleit við Ísland áður en niðurstaða aðildarviðræðnanna, sem hún rekur af fullum krafti, liggur fyrir." „Þetta er náttúrlega öllum sem um þessi mál sýsla til háborinnar skammar að svona hafi farið. Þarna er vitað að menn hafa mikinn áhuga á því að kanna þau verðmæti sem Íslendingar geta hugsanlega ráðið yfir í þessari auðlind. Og ef við höfum ekki fulla þörf á því að ganga úr skugga um getu okkar til góðra verka á þeim tímum sem við lifum á núna þá höfum við aldrei þörf fyrir það. Þetta er bara til háborinnar skammar fyrir þau stjórnvöld sem ráða för um þessar mundir," segir Kristján Þór Júlíusson.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira