Frestun Drekaútboðs lýsir ömurlegri verkstjórn 16. júní 2011 13:30 Kristján Þór Júlíusson. Það er til háborinnar skammar fyrir stjórnvöld að Drekaútboðið skuli frestast, segir Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Hann segir þetta klúður, sem lýsi ömurlegri verkstjórn í ríkisstjórn og á Alþingi. Orkumálastjóri hefur upplýst að fresta þurfi útboði olíuleitar á Drekasvæðinu, sem átti að hefjast eftir sex vikur, um þrjá til fjóra mánuði, sökum þess að Alþingi lögfesti ekki þrjú frumvörp, sem voru forsenda útboðsins. Frumvörpin höfðu öll verið afgreidd án ágreinings úr þingnefndum og biðu lokaafgreiðslu. Kristján Þór Júlíusson segir þetta gerast vegna ömurlegrar verkstjórnar á störfum ríkisstjórnar og Alþingis. „Þeir sem eiga að ráða för, stýra skútunni, þeir hafa ekkert yfirlit yfir þau þjóðþrifamál sem þarf að koma fram, því miður. Þetta var allt í einum grautarpotti og engin heildaryfirsýn," segir Kristján Þór. Spurður um hverjir bera ábyrgðina, svarar hann: „Forsætisráðherra og formenn þingflokka ásamt þeim ráðherrum sem hafa yfirumsjón með viðkomandi málaflokkum." Kristján Þór kveðst hallast að því að þetta hafi verið klúður fremur en viljaverk. "Ég vil nú hallast að því að sé klúður. Það eru hins vegar til kenningar um það að Vinstri grænir hafa alltaf verið á móti olíuvinnslu á hafsvæðinu við landið. Síðan er sú kenning uppi að Samfylkingi hafi ekkert á móti því að það dragist að fá jákvæðar niðurstöður af olíuleit við Ísland áður en niðurstaða aðildarviðræðnanna, sem hún rekur af fullum krafti, liggur fyrir." „Þetta er náttúrlega öllum sem um þessi mál sýsla til háborinnar skammar að svona hafi farið. Þarna er vitað að menn hafa mikinn áhuga á því að kanna þau verðmæti sem Íslendingar geta hugsanlega ráðið yfir í þessari auðlind. Og ef við höfum ekki fulla þörf á því að ganga úr skugga um getu okkar til góðra verka á þeim tímum sem við lifum á núna þá höfum við aldrei þörf fyrir það. Þetta er bara til háborinnar skammar fyrir þau stjórnvöld sem ráða för um þessar mundir," segir Kristján Þór Júlíusson. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Það er til háborinnar skammar fyrir stjórnvöld að Drekaútboðið skuli frestast, segir Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Hann segir þetta klúður, sem lýsi ömurlegri verkstjórn í ríkisstjórn og á Alþingi. Orkumálastjóri hefur upplýst að fresta þurfi útboði olíuleitar á Drekasvæðinu, sem átti að hefjast eftir sex vikur, um þrjá til fjóra mánuði, sökum þess að Alþingi lögfesti ekki þrjú frumvörp, sem voru forsenda útboðsins. Frumvörpin höfðu öll verið afgreidd án ágreinings úr þingnefndum og biðu lokaafgreiðslu. Kristján Þór Júlíusson segir þetta gerast vegna ömurlegrar verkstjórnar á störfum ríkisstjórnar og Alþingis. „Þeir sem eiga að ráða för, stýra skútunni, þeir hafa ekkert yfirlit yfir þau þjóðþrifamál sem þarf að koma fram, því miður. Þetta var allt í einum grautarpotti og engin heildaryfirsýn," segir Kristján Þór. Spurður um hverjir bera ábyrgðina, svarar hann: „Forsætisráðherra og formenn þingflokka ásamt þeim ráðherrum sem hafa yfirumsjón með viðkomandi málaflokkum." Kristján Þór kveðst hallast að því að þetta hafi verið klúður fremur en viljaverk. "Ég vil nú hallast að því að sé klúður. Það eru hins vegar til kenningar um það að Vinstri grænir hafa alltaf verið á móti olíuvinnslu á hafsvæðinu við landið. Síðan er sú kenning uppi að Samfylkingi hafi ekkert á móti því að það dragist að fá jákvæðar niðurstöður af olíuleit við Ísland áður en niðurstaða aðildarviðræðnanna, sem hún rekur af fullum krafti, liggur fyrir." „Þetta er náttúrlega öllum sem um þessi mál sýsla til háborinnar skammar að svona hafi farið. Þarna er vitað að menn hafa mikinn áhuga á því að kanna þau verðmæti sem Íslendingar geta hugsanlega ráðið yfir í þessari auðlind. Og ef við höfum ekki fulla þörf á því að ganga úr skugga um getu okkar til góðra verka á þeim tímum sem við lifum á núna þá höfum við aldrei þörf fyrir það. Þetta er bara til háborinnar skammar fyrir þau stjórnvöld sem ráða för um þessar mundir," segir Kristján Þór Júlíusson.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira