Gríman haldin í níunda sinn - bein útsending á Stöð 2 og Vísi 16. júní 2011 15:33 Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin en hátíðin fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt og verður bein útsending frá athöfninni í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig á Vísi og hefst hún klukkan 20:10. Aðalkynnar hátíðarinnar í ár verða þau Gunnar Hansson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir, en í gegnum árin hafa kynnar Grímunnar ávallt vakið athygli fyrir líflega og uppátækjasama framkomu. Ásamt þeim Gunnari og Kötlu kemur fjöldi sviðslistastjarna fram á hátíðinni og fjörug atriði verða á boðstólum. „Meðal stjarnanna sem afhenda verðlaun á hátíðinni má nefna leikarana Selmu Björnsdóttur, Egil Ólafsson, Eddu Björgvins, Víking Kristjánsson, Ingvar E. Sigurðsson, Theódór Júlíusson, Maríu Hebu, Magnús Ólafs, Esther Talíu, Þórunni Ernu Clausen, Vigni Rafni Valþórs, Þórunni Örnu Kristjáns ofl. Þá munu dansarar Íslenska dansflokksins Katrín Ingvadóttir og Valgerður Rúnarsdóttir stíga á stokk og afhenda verðlaun sem og leikhússtjórar stóru leikhúsanna tveggja, Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Magnús Geir Þórðarson borgarleikhússtjóri," segir á heimasíðu hátíðarinnar, griman.is.Tilnefnt í 16 flokkum - 80 stykki komu til greina Tilnefnt er í alls 16 flokkum í þetta sinn en alls komu 80 leiklistarverkefni til álita til Grímunnar í ár sem voru skoðuð af fagnefndum Grímunnar með verðlaunin eftirsóttu í huga. Þar af voru 20 danssýningar, 11 barnasýningar og 7 útvarpsverk. Við verkin störfuðu yfir eitt þúsund listamenn, tæknifólk og starfsfólk leikhúsanna. Fimm leiksýningar hlutu tilnefningar sem sýning ársins 2011; Allir synir mínir í sviðssetningu Þjóðleikhússins, Elsku barn í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins, Fjalla-Eyvindur í sviðssetningu leikhópsins Aldrei óstelandi og Norðurpólsins, Fólkið í kjallaranum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins og Lér konungur í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Fimm barnasýningar hlutu tilnefningar sem barnasýning ársins 2011; Ballið á Bessastöðum í sviðssetningu Þjóðleikhússins, Gilitrutt í sviðssetningu Brúðuheima, Gói og Eldfærin í sviðssetningu Baunagrassins og Borgarleikhússins, Herra Pottur og ungfrú Lok í sviðssetningu Óperartic í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið og Hvað býr í pípuhattinum? í sviðsetningu Krílisins. Áhorfendaverðlaunin eru veitt þeirri sýningu sem áhorfendum þótti skara framúr á leikárinu og fór netkosning fram á visir.is. Eftirfarandi fimm sýningar urðu efstar í kosningunni: Gói og Eldfærin í sviðssetningu Baunagrassins og Borgarleikhússins, Húsmóðirin í sviðssetningu Vesturports og Borgarleikhússins, Nei, ráðherra! í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins, Rocky Horror í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar og Strýhærði Pétur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin en hátíðin fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt og verður bein útsending frá athöfninni í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig á Vísi og hefst hún klukkan 20:10. Aðalkynnar hátíðarinnar í ár verða þau Gunnar Hansson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir, en í gegnum árin hafa kynnar Grímunnar ávallt vakið athygli fyrir líflega og uppátækjasama framkomu. Ásamt þeim Gunnari og Kötlu kemur fjöldi sviðslistastjarna fram á hátíðinni og fjörug atriði verða á boðstólum. „Meðal stjarnanna sem afhenda verðlaun á hátíðinni má nefna leikarana Selmu Björnsdóttur, Egil Ólafsson, Eddu Björgvins, Víking Kristjánsson, Ingvar E. Sigurðsson, Theódór Júlíusson, Maríu Hebu, Magnús Ólafs, Esther Talíu, Þórunni Ernu Clausen, Vigni Rafni Valþórs, Þórunni Örnu Kristjáns ofl. Þá munu dansarar Íslenska dansflokksins Katrín Ingvadóttir og Valgerður Rúnarsdóttir stíga á stokk og afhenda verðlaun sem og leikhússtjórar stóru leikhúsanna tveggja, Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Magnús Geir Þórðarson borgarleikhússtjóri," segir á heimasíðu hátíðarinnar, griman.is.Tilnefnt í 16 flokkum - 80 stykki komu til greina Tilnefnt er í alls 16 flokkum í þetta sinn en alls komu 80 leiklistarverkefni til álita til Grímunnar í ár sem voru skoðuð af fagnefndum Grímunnar með verðlaunin eftirsóttu í huga. Þar af voru 20 danssýningar, 11 barnasýningar og 7 útvarpsverk. Við verkin störfuðu yfir eitt þúsund listamenn, tæknifólk og starfsfólk leikhúsanna. Fimm leiksýningar hlutu tilnefningar sem sýning ársins 2011; Allir synir mínir í sviðssetningu Þjóðleikhússins, Elsku barn í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins, Fjalla-Eyvindur í sviðssetningu leikhópsins Aldrei óstelandi og Norðurpólsins, Fólkið í kjallaranum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins og Lér konungur í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Fimm barnasýningar hlutu tilnefningar sem barnasýning ársins 2011; Ballið á Bessastöðum í sviðssetningu Þjóðleikhússins, Gilitrutt í sviðssetningu Brúðuheima, Gói og Eldfærin í sviðssetningu Baunagrassins og Borgarleikhússins, Herra Pottur og ungfrú Lok í sviðssetningu Óperartic í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið og Hvað býr í pípuhattinum? í sviðsetningu Krílisins. Áhorfendaverðlaunin eru veitt þeirri sýningu sem áhorfendum þótti skara framúr á leikárinu og fór netkosning fram á visir.is. Eftirfarandi fimm sýningar urðu efstar í kosningunni: Gói og Eldfærin í sviðssetningu Baunagrassins og Borgarleikhússins, Húsmóðirin í sviðssetningu Vesturports og Borgarleikhússins, Nei, ráðherra! í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins, Rocky Horror í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar og Strýhærði Pétur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira