Fleiri olíufélög undirbjuggu tilboð í Drekasvæðið 16. júní 2011 18:54 Fleiri olíufélög, en þau tvö sem síðast buðu í Drekasvæðið, hafa lagt í mikla undirbúningsvinnu vegna olíuleitarútboðs Íslendinga. Þetta reyndu starfsmenn Orkustofnunar á kynningarfundi í Stafangri í síðustu viku. Fyrsta olíuleitarútboðið fyrir tveimur árum olli vonbrigðum en félögin tvö sem sendu inn tilboð hættu bæði við. Orkustofnun hefur síðan undirbúið nýtt útboð, sem átti að hefjast 1. ágúst, en er nú óvissu þar sem Alþingi samþykkti ekki nauðsynlegar lagabreytingar. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta skapa óþægindi og rugla tímaáætlanir Orkustofnunar. "En fyrst og fremst hefði maður viljað fara af stað með þetta núna þegar maður finnur ákveðinn byr." Guðni segir að meðal annars á fundi Orkustofnunar í Stafangri í síðustu viku, þar sem voru fulltrúar félaga eins og ExxonMobil, ConocoPhilips og Statoil, hafi áhugaverðir hlutir komið í ljós, bæði á fundinum og í viðtölum við orkufyrirtækin. "Þá sér maður það betur og betur að það voru í raun miklu fleiri fyrirtæki búin að leggja vinnu í fyrsta útboðið." Augljóst sé að þau haldi því áfram og komi af fullri alvöru að borðinu aftur. Olíuleit á hafsvæðum er gríðardýr, hver hola kostar yfir tíu milljarða. Þetta er því ekki eins og að bjóða út vegspotta. "Þetta er í raun útboð á heimsvísu. Fjárfestar allstaðar úr heiminum koma að svona verkefnum." Guðni og samstarfsmenn hans í Orkustofnun skynja að Drekasvæðið freistar olíufélaganna enda segir hann að líkurnar á að finna þar olíu og gas séu töluvert miklar. Spurningin sé hins vegar frekar í hvað miklu magni. "Það er þessvegna sem maður sér að þessi fyrirtæki eru að leggja mannár í harðfræðivinnu við að greina svæðið," segir orkumálastjóri. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fleiri olíufélög, en þau tvö sem síðast buðu í Drekasvæðið, hafa lagt í mikla undirbúningsvinnu vegna olíuleitarútboðs Íslendinga. Þetta reyndu starfsmenn Orkustofnunar á kynningarfundi í Stafangri í síðustu viku. Fyrsta olíuleitarútboðið fyrir tveimur árum olli vonbrigðum en félögin tvö sem sendu inn tilboð hættu bæði við. Orkustofnun hefur síðan undirbúið nýtt útboð, sem átti að hefjast 1. ágúst, en er nú óvissu þar sem Alþingi samþykkti ekki nauðsynlegar lagabreytingar. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta skapa óþægindi og rugla tímaáætlanir Orkustofnunar. "En fyrst og fremst hefði maður viljað fara af stað með þetta núna þegar maður finnur ákveðinn byr." Guðni segir að meðal annars á fundi Orkustofnunar í Stafangri í síðustu viku, þar sem voru fulltrúar félaga eins og ExxonMobil, ConocoPhilips og Statoil, hafi áhugaverðir hlutir komið í ljós, bæði á fundinum og í viðtölum við orkufyrirtækin. "Þá sér maður það betur og betur að það voru í raun miklu fleiri fyrirtæki búin að leggja vinnu í fyrsta útboðið." Augljóst sé að þau haldi því áfram og komi af fullri alvöru að borðinu aftur. Olíuleit á hafsvæðum er gríðardýr, hver hola kostar yfir tíu milljarða. Þetta er því ekki eins og að bjóða út vegspotta. "Þetta er í raun útboð á heimsvísu. Fjárfestar allstaðar úr heiminum koma að svona verkefnum." Guðni og samstarfsmenn hans í Orkustofnun skynja að Drekasvæðið freistar olíufélaganna enda segir hann að líkurnar á að finna þar olíu og gas séu töluvert miklar. Spurningin sé hins vegar frekar í hvað miklu magni. "Það er þessvegna sem maður sér að þessi fyrirtæki eru að leggja mannár í harðfræðivinnu við að greina svæðið," segir orkumálastjóri.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira