Sjálfstæður gjaldmiðill skapar óstöðugleika 16. júní 2011 19:18 Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að sjálfstæður gjaldmiðill skapi meiri óstöðugleika en stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Því hefur oft verið haldið á lofti að sjálfstæð mynt færi smáríkjum sveigjanleika, sem hjálpi þeim að aðlagast þegar efnahagslífið verður fyrir áföllum. Þessa fullyrðingu rannsakaði Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, ásamt tveimur erlendum hagfræðiprófessorum, en niðurstöðurnar um sjálfstæðu gjaldmiðlana gætu komið á óvart. „Þetta eru góð hagfræðileg rök," segir Þórarinn um þá staðhæfingu að sjálfstæður gjaldmiðill geti virkað sveiflujafnandi. „Það sem við erum einfaldlega að segja er að það er enginn stuðningur í gögnunum fyrir þeim. Þetta virðist ekki standast, og það eru einhverjar ástæður fyrir því að þetta skilar sér ekki. Þó að fræðilega séð eigi sjálfstæðir gjaldmiðlar að sinna þessu hlutverki, þá virðast þeir ekki gera það í þessum litlu löndum. Þeir skapa meiri óstöðugleika en þeir draga úr." Þeir komust þannig að því að ríki sem haldi úti sjálfstæðri peningastefnu og fljótandi mynt, eins og Ísland, taki út minni stöðugleika í gengissveiflum og verðbólgu, án þess að uppskera meiri stöðugleika í ö'ðrum hagstærðum. Ríki sem ákveði að fylgja strangri fastgengisstefnu fái þannig það sem hagfræðingar kalla stundum ókeypis hádegisverð, því þau losna við gengissveiflurnar, án þess að fórna efnahagslegum stöðugleika að öðru leyti. „Hádegisverðurinn felst í því að menn geta eytt gengissveiflunum án þess að það kosti þá neitt," segir Þórarinn. Hann segir að ef marka megi niðurstöðurnar, þá séu efnahagsleg rök fyrir sjálfstæðri mynt í smáríki vandfundin og Ísland ætti að taka upp stranga fastgengisstefnu. Þar á hann við inngöngu í myntbandalag, eða myntráð þar sem erlend mynt stendur á bak við alla peninga í umferð, en ekki „mjúka" fastgengisstefnu þar sem seðlabankinn ákveður einhliða að binda gengið öðrum gjaldmiðli. En eru þessar niðurstöður nokkuð annað en dauðadómur yfir sjálfstæðri peningastefnu í löndum eins og Íslandi? „Ef þú trúir þessum niðurstöðum, þá er erfitt fyrir þig að færa rök fyrir því að halda úti sjálfstæðri mynt. Þá virðist þessi kostnaður sem menn hafa nefnt við að missa gjaldmiðilinn ofmetinn." Hægt er að horfa á ítarlegt viðtal við Þórarinn um niðurstöður rannsóknarritgerðar hans í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að sjálfstæður gjaldmiðill skapi meiri óstöðugleika en stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Því hefur oft verið haldið á lofti að sjálfstæð mynt færi smáríkjum sveigjanleika, sem hjálpi þeim að aðlagast þegar efnahagslífið verður fyrir áföllum. Þessa fullyrðingu rannsakaði Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, ásamt tveimur erlendum hagfræðiprófessorum, en niðurstöðurnar um sjálfstæðu gjaldmiðlana gætu komið á óvart. „Þetta eru góð hagfræðileg rök," segir Þórarinn um þá staðhæfingu að sjálfstæður gjaldmiðill geti virkað sveiflujafnandi. „Það sem við erum einfaldlega að segja er að það er enginn stuðningur í gögnunum fyrir þeim. Þetta virðist ekki standast, og það eru einhverjar ástæður fyrir því að þetta skilar sér ekki. Þó að fræðilega séð eigi sjálfstæðir gjaldmiðlar að sinna þessu hlutverki, þá virðast þeir ekki gera það í þessum litlu löndum. Þeir skapa meiri óstöðugleika en þeir draga úr." Þeir komust þannig að því að ríki sem haldi úti sjálfstæðri peningastefnu og fljótandi mynt, eins og Ísland, taki út minni stöðugleika í gengissveiflum og verðbólgu, án þess að uppskera meiri stöðugleika í ö'ðrum hagstærðum. Ríki sem ákveði að fylgja strangri fastgengisstefnu fái þannig það sem hagfræðingar kalla stundum ókeypis hádegisverð, því þau losna við gengissveiflurnar, án þess að fórna efnahagslegum stöðugleika að öðru leyti. „Hádegisverðurinn felst í því að menn geta eytt gengissveiflunum án þess að það kosti þá neitt," segir Þórarinn. Hann segir að ef marka megi niðurstöðurnar, þá séu efnahagsleg rök fyrir sjálfstæðri mynt í smáríki vandfundin og Ísland ætti að taka upp stranga fastgengisstefnu. Þar á hann við inngöngu í myntbandalag, eða myntráð þar sem erlend mynt stendur á bak við alla peninga í umferð, en ekki „mjúka" fastgengisstefnu þar sem seðlabankinn ákveður einhliða að binda gengið öðrum gjaldmiðli. En eru þessar niðurstöður nokkuð annað en dauðadómur yfir sjálfstæðri peningastefnu í löndum eins og Íslandi? „Ef þú trúir þessum niðurstöðum, þá er erfitt fyrir þig að færa rök fyrir því að halda úti sjálfstæðri mynt. Þá virðist þessi kostnaður sem menn hafa nefnt við að missa gjaldmiðilinn ofmetinn." Hægt er að horfa á ítarlegt viðtal við Þórarinn um niðurstöður rannsóknarritgerðar hans í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira