Sjálfstæður gjaldmiðill skapar óstöðugleika 16. júní 2011 19:18 Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að sjálfstæður gjaldmiðill skapi meiri óstöðugleika en stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Því hefur oft verið haldið á lofti að sjálfstæð mynt færi smáríkjum sveigjanleika, sem hjálpi þeim að aðlagast þegar efnahagslífið verður fyrir áföllum. Þessa fullyrðingu rannsakaði Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, ásamt tveimur erlendum hagfræðiprófessorum, en niðurstöðurnar um sjálfstæðu gjaldmiðlana gætu komið á óvart. „Þetta eru góð hagfræðileg rök," segir Þórarinn um þá staðhæfingu að sjálfstæður gjaldmiðill geti virkað sveiflujafnandi. „Það sem við erum einfaldlega að segja er að það er enginn stuðningur í gögnunum fyrir þeim. Þetta virðist ekki standast, og það eru einhverjar ástæður fyrir því að þetta skilar sér ekki. Þó að fræðilega séð eigi sjálfstæðir gjaldmiðlar að sinna þessu hlutverki, þá virðast þeir ekki gera það í þessum litlu löndum. Þeir skapa meiri óstöðugleika en þeir draga úr." Þeir komust þannig að því að ríki sem haldi úti sjálfstæðri peningastefnu og fljótandi mynt, eins og Ísland, taki út minni stöðugleika í gengissveiflum og verðbólgu, án þess að uppskera meiri stöðugleika í ö'ðrum hagstærðum. Ríki sem ákveði að fylgja strangri fastgengisstefnu fái þannig það sem hagfræðingar kalla stundum ókeypis hádegisverð, því þau losna við gengissveiflurnar, án þess að fórna efnahagslegum stöðugleika að öðru leyti. „Hádegisverðurinn felst í því að menn geta eytt gengissveiflunum án þess að það kosti þá neitt," segir Þórarinn. Hann segir að ef marka megi niðurstöðurnar, þá séu efnahagsleg rök fyrir sjálfstæðri mynt í smáríki vandfundin og Ísland ætti að taka upp stranga fastgengisstefnu. Þar á hann við inngöngu í myntbandalag, eða myntráð þar sem erlend mynt stendur á bak við alla peninga í umferð, en ekki „mjúka" fastgengisstefnu þar sem seðlabankinn ákveður einhliða að binda gengið öðrum gjaldmiðli. En eru þessar niðurstöður nokkuð annað en dauðadómur yfir sjálfstæðri peningastefnu í löndum eins og Íslandi? „Ef þú trúir þessum niðurstöðum, þá er erfitt fyrir þig að færa rök fyrir því að halda úti sjálfstæðri mynt. Þá virðist þessi kostnaður sem menn hafa nefnt við að missa gjaldmiðilinn ofmetinn." Hægt er að horfa á ítarlegt viðtal við Þórarinn um niðurstöður rannsóknarritgerðar hans í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að sjálfstæður gjaldmiðill skapi meiri óstöðugleika en stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Því hefur oft verið haldið á lofti að sjálfstæð mynt færi smáríkjum sveigjanleika, sem hjálpi þeim að aðlagast þegar efnahagslífið verður fyrir áföllum. Þessa fullyrðingu rannsakaði Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, ásamt tveimur erlendum hagfræðiprófessorum, en niðurstöðurnar um sjálfstæðu gjaldmiðlana gætu komið á óvart. „Þetta eru góð hagfræðileg rök," segir Þórarinn um þá staðhæfingu að sjálfstæður gjaldmiðill geti virkað sveiflujafnandi. „Það sem við erum einfaldlega að segja er að það er enginn stuðningur í gögnunum fyrir þeim. Þetta virðist ekki standast, og það eru einhverjar ástæður fyrir því að þetta skilar sér ekki. Þó að fræðilega séð eigi sjálfstæðir gjaldmiðlar að sinna þessu hlutverki, þá virðast þeir ekki gera það í þessum litlu löndum. Þeir skapa meiri óstöðugleika en þeir draga úr." Þeir komust þannig að því að ríki sem haldi úti sjálfstæðri peningastefnu og fljótandi mynt, eins og Ísland, taki út minni stöðugleika í gengissveiflum og verðbólgu, án þess að uppskera meiri stöðugleika í ö'ðrum hagstærðum. Ríki sem ákveði að fylgja strangri fastgengisstefnu fái þannig það sem hagfræðingar kalla stundum ókeypis hádegisverð, því þau losna við gengissveiflurnar, án þess að fórna efnahagslegum stöðugleika að öðru leyti. „Hádegisverðurinn felst í því að menn geta eytt gengissveiflunum án þess að það kosti þá neitt," segir Þórarinn. Hann segir að ef marka megi niðurstöðurnar, þá séu efnahagsleg rök fyrir sjálfstæðri mynt í smáríki vandfundin og Ísland ætti að taka upp stranga fastgengisstefnu. Þar á hann við inngöngu í myntbandalag, eða myntráð þar sem erlend mynt stendur á bak við alla peninga í umferð, en ekki „mjúka" fastgengisstefnu þar sem seðlabankinn ákveður einhliða að binda gengið öðrum gjaldmiðli. En eru þessar niðurstöður nokkuð annað en dauðadómur yfir sjálfstæðri peningastefnu í löndum eins og Íslandi? „Ef þú trúir þessum niðurstöðum, þá er erfitt fyrir þig að færa rök fyrir því að halda úti sjálfstæðri mynt. Þá virðist þessi kostnaður sem menn hafa nefnt við að missa gjaldmiðilinn ofmetinn." Hægt er að horfa á ítarlegt viðtal við Þórarinn um niðurstöður rannsóknarritgerðar hans í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira