Sérfræðingahópur Jóns gagnrýnir kvótafrumvarpið 18. júní 2011 12:34 Mynd/Anton Brink Fimm manna sérfræðinganefnd sjávarútvegsráðherra gagnrýnir frumvarp ráðherrans um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði fimm manna hóp sérfræðinga í apríl til að fara yfir hagræna þætti frumvarps hans um breytingar á stjórn fiskveiða. Frumvarið er nú til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Alþingis eftir fyrstu umræðu. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að hópurinn telji að auðlindagjaldið sem lagt er til í frumvarpinu geti langt í frá talist hóflegt, þegar horft sé til annarra gjalda sem frumvarpið geri ráð fyrir að útgerðin standi undir. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir samningum um nýtingarrétt veiðiheimilda til fimmtán ára með möguleika á framlengingu leyfanna. Þetta telur sérfræðingahópurinn vera allt of skamman tíma og gera útgerðinni erfitt fyrir um langtímaáætlanir. Þá sé algert bann við veðsetningum veiðiheimilda verulega íþyngjandi. Hópurinn gagnrýnir líka að setja eigi hluta aflaheimilda í potta sem ráðherra sjá síðan um að deila úr. Þetta feli ráðherra of mikil völd. Stjórnmálamenn séu ekki ólíkir öðru fólki og taki ákvarðanir sem taki mið af eigin hag. Þá telur hópurinn að takmarkanir á framsali veiðiheimilda geri nýliðun í greininni erfiða. Þá er varað við því að sjávarútvegurinn sé notaður til að ná fram byggðarpólitískum markmiðum. Það dragi úr rekstrarlegri hagkvæmni og þar með samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðavettvangi. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Fimm manna sérfræðinganefnd sjávarútvegsráðherra gagnrýnir frumvarp ráðherrans um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði fimm manna hóp sérfræðinga í apríl til að fara yfir hagræna þætti frumvarps hans um breytingar á stjórn fiskveiða. Frumvarið er nú til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Alþingis eftir fyrstu umræðu. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að hópurinn telji að auðlindagjaldið sem lagt er til í frumvarpinu geti langt í frá talist hóflegt, þegar horft sé til annarra gjalda sem frumvarpið geri ráð fyrir að útgerðin standi undir. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir samningum um nýtingarrétt veiðiheimilda til fimmtán ára með möguleika á framlengingu leyfanna. Þetta telur sérfræðingahópurinn vera allt of skamman tíma og gera útgerðinni erfitt fyrir um langtímaáætlanir. Þá sé algert bann við veðsetningum veiðiheimilda verulega íþyngjandi. Hópurinn gagnrýnir líka að setja eigi hluta aflaheimilda í potta sem ráðherra sjá síðan um að deila úr. Þetta feli ráðherra of mikil völd. Stjórnmálamenn séu ekki ólíkir öðru fólki og taki ákvarðanir sem taki mið af eigin hag. Þá telur hópurinn að takmarkanir á framsali veiðiheimilda geri nýliðun í greininni erfiða. Þá er varað við því að sjávarútvegurinn sé notaður til að ná fram byggðarpólitískum markmiðum. Það dragi úr rekstrarlegri hagkvæmni og þar með samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðavettvangi.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira