Erlent

Tíu daga fangelsi fyrir að nota klósettið hans Mugabe

Mugabe var ekki par sáttur við að lögreglumaðurinn hafi notað einkaklósettið.
Mugabe var ekki par sáttur við að lögreglumaðurinn hafi notað einkaklósettið. MYND/AP
Lögreglumaður í Zimbabve hefur verið dæmdur í tíu daga fangelsi fyrir að nota klósett sem hafði verið frátekið fyrir forseta landsins, Róbert Mugabe. Lögreglumaðurinn var staddur á stórri viðskiptasýningu í landinu þegar hann þurfti mjög nauðsynlega að tefla við páfann.

Hann braut sér leið framhjá vörðum sem höfðu verið settir við klósettið fína sem enginn mátti nota nema leiðtoginn umdeildi. Daginn eftir var lögreglumaðurinn umsvifalaust handtekinn og hefur hann einnig verið lækkaður í tign fyrir ósvífnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×