Lífið

Barði telur í tvenna tónleika um helgina

Barði spilar fyrir norðan í kvöld og á Nasa á morgun.
Barði spilar fyrir norðan í kvöld og á Nasa á morgun.
Barði Jóhannsson telur í tvenna tónleika með Bang Gang um helgina. Í kvöld kemur sveitin fram á Græna hattinum á Akureyri og á morgun á Nasa við Austurvöll.

Á Nasa á morgun koma sveitirnar Ourlives og Cliff Clavin einnig fram. Ourlives ætlar þar að spila efni af væntanlegri breiðskífu sinni sem kemur út í júlí.

Bang Gang kom síðast fram á vel heppnuðum tónleikum í Þjóðleikhúsinu fyrir jól en sveitin er vel mönnuð þessa dagana. Þeir sem spila með Barða eru Arnar Guðjónsson, Hrafn Thoroddsen, Arnar Þór Gíslason og Skúli Z. Gestsson.

Miðaverð á tónleikana á Nasa á morgun er aðeins 1000 krónur í forsölu og fer miðasala fram á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.