Erlent

Leikrit byggt á ævi Julian Assange

Julian Assange.
Julian Assange. Mynd/AP
Í Sydney, Ástralíu, hófust í vikunni æfingar á nýju leikriti sem byggt er á ævi Julian Assange, stofnanda WikiLeaks.

Verkið gerist að stórum hluta undir lok ársins 2010, þegar WikiLeaks birti þúsundir leynilegra samskiptaskjala sem stolið hafði verið frá bandarískjum stjórnvöldum. Sem dæmi um persónur í leikritinu má nefna forseta Bandaríkjanna Barack Obama, Dimitry Medvedev Rússlandsforseta, Juliu Gillard forsætisráðherra Ástralíu, og svo að sjálfsögðu Assange sjálfan.

Leikritið, sem er talið vera það fyrsta sem fjallar um ævi Assange, ber heitið "Stainless Steel Rat" eftir dulnefninu sem hann notaði á stefnumótavefnum OKCupid á sínum tíma.

Assange stendur nú í ströngu við að berjast gegn framsali til Svíþjóðar þar sem hans bíður ákæra fyrir að hafa haft samfarir við tvær konur án þess að nota smokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×