Erlent

Alþjóðlegi kleinuhringjadagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Kleinuhringir
Kleinuhringir Mynd/ ap
Nú er bandaríska þjóðin önnum kafin við að fagna kleinuhringadeginum, sem er haldinn hátíðlegur fyrsta föstudaginn í júní ár hvert.

Þessi mikli hátíðisdagur var skapaður af Hjálpræðishernum á fjórða áratug síðustu aldar en honum var ætlað að heiðra allar þær ósérhlífnu konur sem tóku að sér að birta hvunndag bandarísku hermannanna í seinni heimsstyrjöldinni með því að færa þeim kleinuhringi og minna þá á heimahagana, enda fátt bandarískara en góður kleinuhringur. Dagurinn var einnig nýttur í fjáröflun fyrir Hjálpræðisherinn, en ágóðinn kom til góðra nota í kreppunni miklu sem þá geisaði enn.

Það er ekki á hverjum degi sem Bandaríkjamenn eru hvattir til dáða í hamslausu kleinuhringjaáti, svo það er við því að búast að hér sé um að ræða uppáhalds hátíðisdag margra og um að gera að nýta sér hann til hins ýtrasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×