Erlent

Staðfesta að árásarþyrlur hafi verið notaðar í Líbíu

Uppreisnarmenn í Líbíu.
Uppreisnarmenn í Líbíu.
NATÓ hefur staðfest að árásarþyrlur hafi verið notaðar í fyrsta sinn í aðgerðum sambandsins í Líbíu.

Breskar Apache þyrlur voru notaðar í árásum á hersveitir Gaddafís í olíubænum Brega þar sem harðir bardagar hafa staðið á milli uppreisnarmanna og stjórnarliða undanfarna daga.

Notkun þyrlanna benda til að NATO sé að herða tökin í landinu og efla aðgerðir sínar gegn Gaddafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×