Innlent

Tveir verktakar í ráðuneyti Jóns

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd/Anton
Tveir verktakar eru starfandi í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, að því er fram kemur í svari Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Vigdís Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún beindi samskonar fyrirspurnum til annarra ráðherra í síðasta mánuði. Svör hafa borist frá Jóni og Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Líkt og fram kom á Vísi í gær störfuðu 13 verktakar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í maí. Flestir þeirra eða sex talsins vegna svars stjórnvalda til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna tilskipunar um innstæðutryggingar.


Tengdar fréttir

Þrettán verktakar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu

Alls voru 13 starfandi á verktakasamningum í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í síðasta mánuði. Flestir þeirra eða sex vegna svars stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna tilskipunar um innstæðutryggingar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um verktakasamninga. Vigdís beindi sömu fyrirspurn til annarra ráðherra en svör þeirra hafa ekki borist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×