Innlent

Þrettán verktakar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu

Árni Páll.
Árni Páll. Mynd/Vilhelm
Alls voru 13 starfandi á verktakasamningum í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í síðasta mánuði. Flestir þeirra eða sex vegna svars stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna tilskipunar um innstæðutryggingar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um verktakasamninga. Vigdís beindi sömu fyrirspurn til annarra ráðherra en svör þeirra hafa ekki borist.

Þrír verktakar voru starfandi í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í maí í tengslum við sérfræðiaðstoð vegna samningar lagafrumvarpa og greinargerða, tveir vegna mótunar efnahagsáætlunar og tveir við þýðingar.

Í svari Árna Páls kemur fram að við vinnnslu þess hafi verið miðað við samninga við sérfræðinga sem starfa fyrir ráðuneytið við smíði frumvarpa, skýrslna og greinargerða og við greiningu og ráðgjöf eða aðra sérfræðivinnu á vegum ráðuneytisins. Svarið nær til þeirra sem sinni slíkum verkefnum á grundvelli sérstaks verktakasamnings, innan rammasamnings ríkisins eða samkvæmt samkomulagi við ráðuneytið þegar svarið var unnið í maí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×