Enski boltinn

Modric ekki viss um að hann verði áfram hjá Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Modric.
Luka Modric. Mynd/Nordic Photos/Getty
Króatinn Luka Modric er ekki lengur viss um að hann verði áfram í herbúðum Tottenham á næsta tímabili en hann hefur mikið verið orðaður við Chelsea og Manchester United að undanförnu.

„Það vilja allir vita hvað verður um mig en ég reyni bara að halda ró minni og einbeita mér að landsleikjunum sem eru á næstunni," sagði Luka Modric.

„Ef að það kemur nógu gott tilboð, bæði fyrir mig eða Tottenham, þá er náttúrulega möguleiki að ég fari í annað félag," sagði Modric.

„Ég er ekki að hugsa um að fara frá Tottenham því ég er ánægður á White Hart Lane. Stuðningsmennirnir kunna vel við mig og hér hef ég allt sem ég þarf," sagði Modric.

„Það er nú samt bara þannig að þegar þú hefur fengið að prófa það að spila í Meistaradeildinni þá viltu halda því áfram," sagði Modric en Tottenham komst ekki aftur í Meistaradeildina þar sem liðið endaði í 5. sæti í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×