Stjórnendur Hörpu féllu á prófinu SB skrifar 12. maí 2011 08:49 Á opnunartónleikum Hörpu. Mynd/Valli Sinfóníuhljómsveit Íslands hafði fundið kostunaraðila fyrir beina útsendingu frá opnunartónleikum sínum í Hörpunni. Stjórnendur Hörpu komu hins vegar í veg fyrir að af útsendingunni yrði. Þetta fullyrðir Þröstur Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, í grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Greinin ber nafnið Hneisa í Hörpu. Þröstur segist gefa lítið fyrir yfirlýsingar kynningarfulltrúa Hörpunnar þess efnis að ekki hefði verið búið að ganga nægilega vel frá húsinu til að sjónvarpa frá fyrstu tónleikum Sinfóníunnar þann fjórða maí. Hann hafi sjálfur setið tónleikana auk þess sem tónleikarnir fimmta maí hafi verið teknir upp og verða sendir út síðar. Fjölmargir voru reiðir og hissa þegar kom í ljós að handboltaleikur var sýndur í beinni útsendingu í stað fyrstu tónleikanna í Hörpu. Páll Magnússon útvarpsstjóri lýsti því svo yfir að stjórnendur Hörpunnar hefðu ekki gefið grænt ljós fyrir útsendingu frá viðburðinum. Þröstur segir stjórnendur Hörpu hafa fallið á fyrsta prófinu. Þeir hafi ekki viljað að glæsilegir sinfóníutónleikar, þar sem Vladimir Ashkenazy og Víkingur Heiðar komu meðal annars fram, myndu skyggja á hina formlegu opnunarhátíð sem fram fer um helgina. "Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað," segir Þröstur. Hann vonast þó til þess að fall sé fararheill og að stjórnendur Hörpunnar beiti ekki húsbóndavaldi sínu á beinar útsendingar frá merkum listviðburðum. Tengdar fréttir RÚV óheimilt að sýna beint frá tónleikunum RÚV var ekki heimilt að vera með sjónvarpsútsendingu frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í Hörpu, en þeir fóru fram í gær þegar Sinfóníuhljómsveitin steig á svið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV en mikil umræða hefur skapast um að RÚV sýndi beint frá íþróttaleik í gærkvöldi á sama tíma og þessir fyrstu tónleikar fóru fram í Hörpu. Hins vegar var útvarpað beint á Rás 1 frá tónleikunum. Sinfóníuhljómsveitin lék undir stjórn Vladimírs Ashkenazí og flutti verkið Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson, píanókonsert eftir Edvard Grieg og Níunda sinfónía Beethovens. "Hins vegar verða sömu tónleikar teknir upp í kvöld og verða á dagskrá sjónvarps með viðtölum sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir tók við Vladimír Ashkenazí og Víking Heiðar Ólafsson á Hvítasunnudag, 12. júní nk. kl. 14.00. Þess má auk þess geta að formleg opnunarhátíð Hörpu fer fram kl. 18.00 föstudaginn 13. maí og verður útvarpað og sjónvarpað beint frá hátíðinni,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvaða ástæður eru fyrir því að RÚV var sjónvarpsútsending óheimil. 5. maí 2011 12:02 Hneisa í Hörpu Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. 12. maí 2011 06:00 Stjórnendur Hörpu leyfðu RÚV ekki að sýna beint Stjórnendur Hörpu veittu RÚV ekki heimild til að sýna beint frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. "Þessi ákvörðun var mat stjórnenda Hörpu vegna þess að það voru of mörg mikilvæg atriði sem voru bara hreinlega ekki komin á hreint varðandi tækni og þá sérstaklega lýsingu til þess að hægt væri að taka sénsinn á að sjónvarpa þessu beint á fyrstu tónleikum sem áttu sér stað í húsinu," segir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. "Það hefði verið hálfgerð tilraunastarfsemi af okkar hálfu,“ bætir hún við. 6. maí 2011 08:57 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands hafði fundið kostunaraðila fyrir beina útsendingu frá opnunartónleikum sínum í Hörpunni. Stjórnendur Hörpu komu hins vegar í veg fyrir að af útsendingunni yrði. Þetta fullyrðir Þröstur Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, í grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Greinin ber nafnið Hneisa í Hörpu. Þröstur segist gefa lítið fyrir yfirlýsingar kynningarfulltrúa Hörpunnar þess efnis að ekki hefði verið búið að ganga nægilega vel frá húsinu til að sjónvarpa frá fyrstu tónleikum Sinfóníunnar þann fjórða maí. Hann hafi sjálfur setið tónleikana auk þess sem tónleikarnir fimmta maí hafi verið teknir upp og verða sendir út síðar. Fjölmargir voru reiðir og hissa þegar kom í ljós að handboltaleikur var sýndur í beinni útsendingu í stað fyrstu tónleikanna í Hörpu. Páll Magnússon útvarpsstjóri lýsti því svo yfir að stjórnendur Hörpunnar hefðu ekki gefið grænt ljós fyrir útsendingu frá viðburðinum. Þröstur segir stjórnendur Hörpu hafa fallið á fyrsta prófinu. Þeir hafi ekki viljað að glæsilegir sinfóníutónleikar, þar sem Vladimir Ashkenazy og Víkingur Heiðar komu meðal annars fram, myndu skyggja á hina formlegu opnunarhátíð sem fram fer um helgina. "Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað," segir Þröstur. Hann vonast þó til þess að fall sé fararheill og að stjórnendur Hörpunnar beiti ekki húsbóndavaldi sínu á beinar útsendingar frá merkum listviðburðum.
Tengdar fréttir RÚV óheimilt að sýna beint frá tónleikunum RÚV var ekki heimilt að vera með sjónvarpsútsendingu frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í Hörpu, en þeir fóru fram í gær þegar Sinfóníuhljómsveitin steig á svið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV en mikil umræða hefur skapast um að RÚV sýndi beint frá íþróttaleik í gærkvöldi á sama tíma og þessir fyrstu tónleikar fóru fram í Hörpu. Hins vegar var útvarpað beint á Rás 1 frá tónleikunum. Sinfóníuhljómsveitin lék undir stjórn Vladimírs Ashkenazí og flutti verkið Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson, píanókonsert eftir Edvard Grieg og Níunda sinfónía Beethovens. "Hins vegar verða sömu tónleikar teknir upp í kvöld og verða á dagskrá sjónvarps með viðtölum sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir tók við Vladimír Ashkenazí og Víking Heiðar Ólafsson á Hvítasunnudag, 12. júní nk. kl. 14.00. Þess má auk þess geta að formleg opnunarhátíð Hörpu fer fram kl. 18.00 föstudaginn 13. maí og verður útvarpað og sjónvarpað beint frá hátíðinni,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvaða ástæður eru fyrir því að RÚV var sjónvarpsútsending óheimil. 5. maí 2011 12:02 Hneisa í Hörpu Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. 12. maí 2011 06:00 Stjórnendur Hörpu leyfðu RÚV ekki að sýna beint Stjórnendur Hörpu veittu RÚV ekki heimild til að sýna beint frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. "Þessi ákvörðun var mat stjórnenda Hörpu vegna þess að það voru of mörg mikilvæg atriði sem voru bara hreinlega ekki komin á hreint varðandi tækni og þá sérstaklega lýsingu til þess að hægt væri að taka sénsinn á að sjónvarpa þessu beint á fyrstu tónleikum sem áttu sér stað í húsinu," segir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. "Það hefði verið hálfgerð tilraunastarfsemi af okkar hálfu,“ bætir hún við. 6. maí 2011 08:57 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
RÚV óheimilt að sýna beint frá tónleikunum RÚV var ekki heimilt að vera með sjónvarpsútsendingu frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í Hörpu, en þeir fóru fram í gær þegar Sinfóníuhljómsveitin steig á svið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV en mikil umræða hefur skapast um að RÚV sýndi beint frá íþróttaleik í gærkvöldi á sama tíma og þessir fyrstu tónleikar fóru fram í Hörpu. Hins vegar var útvarpað beint á Rás 1 frá tónleikunum. Sinfóníuhljómsveitin lék undir stjórn Vladimírs Ashkenazí og flutti verkið Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson, píanókonsert eftir Edvard Grieg og Níunda sinfónía Beethovens. "Hins vegar verða sömu tónleikar teknir upp í kvöld og verða á dagskrá sjónvarps með viðtölum sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir tók við Vladimír Ashkenazí og Víking Heiðar Ólafsson á Hvítasunnudag, 12. júní nk. kl. 14.00. Þess má auk þess geta að formleg opnunarhátíð Hörpu fer fram kl. 18.00 föstudaginn 13. maí og verður útvarpað og sjónvarpað beint frá hátíðinni,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvaða ástæður eru fyrir því að RÚV var sjónvarpsútsending óheimil. 5. maí 2011 12:02
Hneisa í Hörpu Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. 12. maí 2011 06:00
Stjórnendur Hörpu leyfðu RÚV ekki að sýna beint Stjórnendur Hörpu veittu RÚV ekki heimild til að sýna beint frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. "Þessi ákvörðun var mat stjórnenda Hörpu vegna þess að það voru of mörg mikilvæg atriði sem voru bara hreinlega ekki komin á hreint varðandi tækni og þá sérstaklega lýsingu til þess að hægt væri að taka sénsinn á að sjónvarpa þessu beint á fyrstu tónleikum sem áttu sér stað í húsinu," segir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. "Það hefði verið hálfgerð tilraunastarfsemi af okkar hálfu,“ bætir hún við. 6. maí 2011 08:57