Hneisa í Hörpu Þröstur Ólafsson skrifar 12. maí 2011 06:00 Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Þeir vissu sem var að frá síðasta starfi mínu hafði ég tengsl bæði til hljómsveitarinnar og Hörpu og héldu að ég hlyti að vita ástæðuna. Fannst þeim sem við mig ræddu það fáheyrt að sjónvarpa ekki frá slíkum atburði. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki hugmynd, en taldi í fljótfærni minni að um væri að kenna áhugaleysa sjónvarpsins á alvöru menningu. Þar á bæ væri áhugi fyrir ódýru og heldur lágkúrulegu dagskrárefni. Síðan las ég á visir.is að sjónvarpið hefði verið reiðubúið til að sýna frá atburðinum, en stjórnendur Hörpu hefðu bannað það. Svo fylgdi í kjölfarið yfirlýsing frá kynningarfulltrúa Hörpu þess efnis að ástæða synjunarinnar væri að ekki hefði verið búið að ganga nægilega frá húsinu til að sjónvarpa það kvöld. En allt yrði klárt kvöldið eftir. Þá yrðu aðrir tónleikaranir teknir upp og sýndir einhverntíma seinna. Þetta fannst mér kyndug útskýring. Ekki sá ég neitt inní Eldborg þann 4. maí sem benti til þess að ekki væri í lagi að sjónvarpa þaðan. Hvað skyldi það hafa verið sem var svo ófrágengið þann 4. en komið í gott lag þann 5. maí? Þetta var mér ráðgáta. Ég hafði því samband við framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveitarinnar og tjáði hann mér að þar á bæ hefði verið búið að finna kostunaraðila fyrir útsendinguna, en stjórnendur Hörpu sögðu nei. Ástæðuna viss hann ekki. Ég fór því að velta fyrir mér hvað gæti legið þarna að baki. Skýring kynningarfulltrúa Hörpu var augljóslega klaufalegt yfirvarp. Þá minntist ég viðtals, sem ég annaðhvort las eða sá, við Þórunni Sigurðardóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hún sagði að sinfónían ætlaði að halda sína fyrstu tónleika 4. maí en opnunarhátíðin yrði 13. maí. Þetta var skýringin. Sinfóníuhljómsveit Íslands, með Níundu Beethovens, Ashkenazy og Víking Heiðar mátti ekki vígja húsið formlega og þar með skyggja á hina formlegu opnunarhátíð. Því varð að skipta þessu upp. Annars vegar sinfónían með sína tónleika, hins vegar hinir sem opna formlega, þar sem bein útsending er leyfð. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og að þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað, því allt sem er afbrigðilegt á Íslandi tengist sérhagsmunum. Vonandi verður þetta hneyksli ekki að reglu, þannig að stjórnendur Hörpu ætli sér í framtíðinni að beita húsbóndavaldi gegn útsendingum á afburða listviðburðum, sem kunna að skyggja á aðra sem þar verða haldnir. Slíkt vald má ekki liggja hjá stjórnendum Hörpu, sem er greinlega ekki treystandi fyrir því, heldur hjá flytjendum sjálfum. En fall er fararheill. Vígsluhátíðin var í senn glæsileg og virðuleg og hæfði þessari fallegu og ofur vönduðu tónlistarhöll. Íslendingar mega vera stoltir af því að alltaf var haldið ótrautt áfram með bygginguna þrátt fyrir margan andbyr. Nú eigum við loksins menningarhelgidóm sem þolir hvaða samanburð sem er við erlend tónlistarhús. Þökkum forsvarsfólki ríkis og borgar á framkvæmdatíma fyrir framsýni, áræðni og hugvit að byggja slíkt eftirlætisheimili fyrir tónlistina, þá dýru list. Gæfa fylgi Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Þeir vissu sem var að frá síðasta starfi mínu hafði ég tengsl bæði til hljómsveitarinnar og Hörpu og héldu að ég hlyti að vita ástæðuna. Fannst þeim sem við mig ræddu það fáheyrt að sjónvarpa ekki frá slíkum atburði. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki hugmynd, en taldi í fljótfærni minni að um væri að kenna áhugaleysa sjónvarpsins á alvöru menningu. Þar á bæ væri áhugi fyrir ódýru og heldur lágkúrulegu dagskrárefni. Síðan las ég á visir.is að sjónvarpið hefði verið reiðubúið til að sýna frá atburðinum, en stjórnendur Hörpu hefðu bannað það. Svo fylgdi í kjölfarið yfirlýsing frá kynningarfulltrúa Hörpu þess efnis að ástæða synjunarinnar væri að ekki hefði verið búið að ganga nægilega frá húsinu til að sjónvarpa það kvöld. En allt yrði klárt kvöldið eftir. Þá yrðu aðrir tónleikaranir teknir upp og sýndir einhverntíma seinna. Þetta fannst mér kyndug útskýring. Ekki sá ég neitt inní Eldborg þann 4. maí sem benti til þess að ekki væri í lagi að sjónvarpa þaðan. Hvað skyldi það hafa verið sem var svo ófrágengið þann 4. en komið í gott lag þann 5. maí? Þetta var mér ráðgáta. Ég hafði því samband við framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveitarinnar og tjáði hann mér að þar á bæ hefði verið búið að finna kostunaraðila fyrir útsendinguna, en stjórnendur Hörpu sögðu nei. Ástæðuna viss hann ekki. Ég fór því að velta fyrir mér hvað gæti legið þarna að baki. Skýring kynningarfulltrúa Hörpu var augljóslega klaufalegt yfirvarp. Þá minntist ég viðtals, sem ég annaðhvort las eða sá, við Þórunni Sigurðardóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hún sagði að sinfónían ætlaði að halda sína fyrstu tónleika 4. maí en opnunarhátíðin yrði 13. maí. Þetta var skýringin. Sinfóníuhljómsveit Íslands, með Níundu Beethovens, Ashkenazy og Víking Heiðar mátti ekki vígja húsið formlega og þar með skyggja á hina formlegu opnunarhátíð. Því varð að skipta þessu upp. Annars vegar sinfónían með sína tónleika, hins vegar hinir sem opna formlega, þar sem bein útsending er leyfð. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og að þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað, því allt sem er afbrigðilegt á Íslandi tengist sérhagsmunum. Vonandi verður þetta hneyksli ekki að reglu, þannig að stjórnendur Hörpu ætli sér í framtíðinni að beita húsbóndavaldi gegn útsendingum á afburða listviðburðum, sem kunna að skyggja á aðra sem þar verða haldnir. Slíkt vald má ekki liggja hjá stjórnendum Hörpu, sem er greinlega ekki treystandi fyrir því, heldur hjá flytjendum sjálfum. En fall er fararheill. Vígsluhátíðin var í senn glæsileg og virðuleg og hæfði þessari fallegu og ofur vönduðu tónlistarhöll. Íslendingar mega vera stoltir af því að alltaf var haldið ótrautt áfram með bygginguna þrátt fyrir margan andbyr. Nú eigum við loksins menningarhelgidóm sem þolir hvaða samanburð sem er við erlend tónlistarhús. Þökkum forsvarsfólki ríkis og borgar á framkvæmdatíma fyrir framsýni, áræðni og hugvit að byggja slíkt eftirlætisheimili fyrir tónlistina, þá dýru list. Gæfa fylgi Hörpu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun