Stjórnendur Hörpu leyfðu RÚV ekki að sýna beint Erla Hlynsdóttir skrifar 6. maí 2011 08:57 Kynningarfulltrúi Hörpu segir að það hefði verið hálfgerð tilraunastarfsemi af þeirra hálfu að leyfa RÚV að sýna beint frá fyrstu tónleikunum. Hægt var að hlusta á þá í beinni útsendingu á Rás 1 Mynd: Valgarður Stjórnendur Hörpu veittu RÚV ekki heimild til að sýna beint frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. „Þessi ákvörðun var mat stjórnenda Hörpu vegna þess að það voru of mörg mikilvæg atriði sem voru bara hreinlega ekki komin á hreint varðandi tækni og þá sérstaklega lýsingu til þess að hægt væri að taka sénsinn á að sjónvarpa þessu beint á fyrstu tónleikum sem áttu sér stað í húsinu," segir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. „Það hefði verið hálfgerð tilraunastarfsemi af okkar hálfu," bætir hún við. Fyrstu tónleikarnir voru í fyrrakvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands steig á svið. Mikil umræða skapaðist um þá staðreynd að RÚV sýndi ekki beint frá tónleikunum og fannst mögrum að almenningur hefði rétt á því að fylgjast með þessum fyrstu tónleikum í nýju tónleikahúsi þjóðarinnar. Af þessu tilefni sendi RÚV frá sér tilkynningu í gær þar sem sagði að þeim hefði ekki verið heimilt að sýna beint í sjónvarpinu frá tónleikunum. Ekki var það skýrt nánar í tilkynningunni. Þegar fréttamaður leitaði skýringa hjá RÚV var honum bent á að tala við forsvarsmenn Hörpu eða Sinfóníunnar. Anna Margrét vekur athygli á því að aðrir tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem haldnir voru í gær, voru teknir upp og verða þeir sýndir á RÚV á Hvítasunnudag, 12. júní. Þetta kom einnig fram í tilkynningu RÚV í gær, sem og að hlustendur Rásar 1 gátu hlustað á fyrstu tónleikana í beinni útsendingu. RÚV sýnir beint frá formlegri opnunarhátíð Hörpu á föstudag og hefst útsendingin klukkan 18.00. Tengdar fréttir RÚV óheimilt að sýna beint frá tónleikunum RÚV var ekki heimilt að vera með sjónvarpsútsendingu frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í Hörpu, en þeir fóru fram í gær þegar Sinfóníuhljómsveitin steig á svið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV en mikil umræða hefur skapast um að RÚV sýndi beint frá íþróttaleik í gærkvöldi á sama tíma og þessir fyrstu tónleikar fóru fram í Hörpu. Hins vegar var útvarpað beint á Rás 1 frá tónleikunum. Sinfóníuhljómsveitin lék undir stjórn Vladimírs Ashkenazí og flutti verkið Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson, píanókonsert eftir Edvard Grieg og Níunda sinfónía Beethovens. "Hins vegar verða sömu tónleikar teknir upp í kvöld og verða á dagskrá sjónvarps með viðtölum sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir tók við Vladimír Ashkenazí og Víking Heiðar Ólafsson á Hvítasunnudag, 12. júní nk. kl. 14.00. Þess má auk þess geta að formleg opnunarhátíð Hörpu fer fram kl. 18.00 föstudaginn 13. maí og verður útvarpað og sjónvarpað beint frá hátíðinni,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvaða ástæður eru fyrir því að RÚV var sjónvarpsútsending óheimil. 5. maí 2011 12:02 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Stjórnendur Hörpu veittu RÚV ekki heimild til að sýna beint frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. „Þessi ákvörðun var mat stjórnenda Hörpu vegna þess að það voru of mörg mikilvæg atriði sem voru bara hreinlega ekki komin á hreint varðandi tækni og þá sérstaklega lýsingu til þess að hægt væri að taka sénsinn á að sjónvarpa þessu beint á fyrstu tónleikum sem áttu sér stað í húsinu," segir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. „Það hefði verið hálfgerð tilraunastarfsemi af okkar hálfu," bætir hún við. Fyrstu tónleikarnir voru í fyrrakvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands steig á svið. Mikil umræða skapaðist um þá staðreynd að RÚV sýndi ekki beint frá tónleikunum og fannst mögrum að almenningur hefði rétt á því að fylgjast með þessum fyrstu tónleikum í nýju tónleikahúsi þjóðarinnar. Af þessu tilefni sendi RÚV frá sér tilkynningu í gær þar sem sagði að þeim hefði ekki verið heimilt að sýna beint í sjónvarpinu frá tónleikunum. Ekki var það skýrt nánar í tilkynningunni. Þegar fréttamaður leitaði skýringa hjá RÚV var honum bent á að tala við forsvarsmenn Hörpu eða Sinfóníunnar. Anna Margrét vekur athygli á því að aðrir tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem haldnir voru í gær, voru teknir upp og verða þeir sýndir á RÚV á Hvítasunnudag, 12. júní. Þetta kom einnig fram í tilkynningu RÚV í gær, sem og að hlustendur Rásar 1 gátu hlustað á fyrstu tónleikana í beinni útsendingu. RÚV sýnir beint frá formlegri opnunarhátíð Hörpu á föstudag og hefst útsendingin klukkan 18.00.
Tengdar fréttir RÚV óheimilt að sýna beint frá tónleikunum RÚV var ekki heimilt að vera með sjónvarpsútsendingu frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í Hörpu, en þeir fóru fram í gær þegar Sinfóníuhljómsveitin steig á svið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV en mikil umræða hefur skapast um að RÚV sýndi beint frá íþróttaleik í gærkvöldi á sama tíma og þessir fyrstu tónleikar fóru fram í Hörpu. Hins vegar var útvarpað beint á Rás 1 frá tónleikunum. Sinfóníuhljómsveitin lék undir stjórn Vladimírs Ashkenazí og flutti verkið Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson, píanókonsert eftir Edvard Grieg og Níunda sinfónía Beethovens. "Hins vegar verða sömu tónleikar teknir upp í kvöld og verða á dagskrá sjónvarps með viðtölum sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir tók við Vladimír Ashkenazí og Víking Heiðar Ólafsson á Hvítasunnudag, 12. júní nk. kl. 14.00. Þess má auk þess geta að formleg opnunarhátíð Hörpu fer fram kl. 18.00 föstudaginn 13. maí og verður útvarpað og sjónvarpað beint frá hátíðinni,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvaða ástæður eru fyrir því að RÚV var sjónvarpsútsending óheimil. 5. maí 2011 12:02 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
RÚV óheimilt að sýna beint frá tónleikunum RÚV var ekki heimilt að vera með sjónvarpsútsendingu frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í Hörpu, en þeir fóru fram í gær þegar Sinfóníuhljómsveitin steig á svið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV en mikil umræða hefur skapast um að RÚV sýndi beint frá íþróttaleik í gærkvöldi á sama tíma og þessir fyrstu tónleikar fóru fram í Hörpu. Hins vegar var útvarpað beint á Rás 1 frá tónleikunum. Sinfóníuhljómsveitin lék undir stjórn Vladimírs Ashkenazí og flutti verkið Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson, píanókonsert eftir Edvard Grieg og Níunda sinfónía Beethovens. "Hins vegar verða sömu tónleikar teknir upp í kvöld og verða á dagskrá sjónvarps með viðtölum sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir tók við Vladimír Ashkenazí og Víking Heiðar Ólafsson á Hvítasunnudag, 12. júní nk. kl. 14.00. Þess má auk þess geta að formleg opnunarhátíð Hörpu fer fram kl. 18.00 föstudaginn 13. maí og verður útvarpað og sjónvarpað beint frá hátíðinni,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvaða ástæður eru fyrir því að RÚV var sjónvarpsútsending óheimil. 5. maí 2011 12:02