Lífið

Hreimur: Við erum í nettu losti með þetta allt saman

Við höfðum samband við Hreim Örn Heimisson, einn af vinum Sjonna í Dusseldorf, til að forvitnast hvað þýska söngkonan Lena, sigurvegari Eurovision í fyrra, eldaði fyrir okkar menn.

„Lena eldaði kartöflusalat með pylsum," svaraði Hreimur og sagði spurður út í líðan hans og félaganna eftir að þeir komust óvænt áfram í keppninni: „Við erum í nettu losti með þetta allt saman."

„Dagurinn í dag var undirlagður af fjölmiðlaviðtölum. Átta tíma vakt takk fyrir. Svo erum við að fara á rauða dregilinn í prepartý fyrir kvöldið í kvöld," sagði Hreimur glaður í bragði eins og honum er von og vísa spurður út í viðburði dagsins og kvöldið framundan.

Sjonnibrink.is


Sjá má Þórunni, Jónatan og vini Sjonna fagna á þriðjudagskvöldið þegar 10. umslagið var opnað í meðfylgjandi myndskeiði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.