Fótbolti

Celtic eltir Rangers eins og skugginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kris Commons  gerði eitt mark fyrir Celtic í dag. Mynd. / Getty Images
Kris Commons gerði eitt mark fyrir Celtic í dag. Mynd. / Getty Images
Celtic vann þægilegan sigur, 4-1, gegn Dundee United á Parkhead, heimavelli Celtic og minnkuðu þar með forkskot Rangers niður í eitt stig á toppi skosku úrvalsdeildarinnar.

Gary Hooper kom Celtic yfir eftir um tuttugu mínútna leik og þannig var staðan í hálfleik.

Það voru síðan þeir Beram Kayal, Kris Commons og Daryl Murphy sem gerðu gjörsamlega út um leikinn í síðari hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×