Íslandsheimsóknir hvítabjarna hluti af eðlilegu lífsmunstri 5. maí 2011 18:45 Ævar Petersen dýrafræðingur segir Ísland hluta af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem hingað koma. Þau hafa orðið örlög allra hvítabjarna, sem sést hafa hérlendis undanfarna áratugi, að þeir voru allir drepnir. Ævar Petersen telur þetta ranga stefnu, og raunar lögbrot: "Þeir eru friðaðir. Það er alger undantekning ef á að fella þá. Þannig að það má ekki vera hin almenna regla að fella hvern einasta hvítabjörn sem kemur hingað. Ef það er niðurstaða stjórnvalda, þá verður að breyta lögunum," segir Ævar. Hann viðurkennir hættuna. Hvítabirnir séu hættuleg dýr sem geti drepið mann í einu höggi. Það réttlæti þó ekki að hvert einasta dýr sé skotið. "Ég held að það eigi frekar að svæfa þau. Það er einfalt mál." Ef ástand þeirra reynist dapurt megi svæfa þau fyrir fullt og allt en síðan verði að vera til áætlun um hvað eigi að gera við dýrin. Menn geti sett þau í Húsadýragarðinn, sent þau til Grænlands eða sleppt þeim, með gervihnattasendi, til að kanna hvort þau snúi aftur til Grænlands. "Ég held að mörg þessara dýra, ef þau eru í góðu ástandi, muni fara aftur heim," segir Ævar. En geta Íslendingar ekki búið í sambýli við ísbirni, eins og menn gera til dæmis í Kanada, Grænlandi og Rússlandi? "Við Íslendingar kunnum það bara ekki," svarar hann. Ævar telur að birnir sem hingað koma séu eðlilegur hluti af stofninum. En má þá telja Ísland sem hluta af búsvæðum ísbjarna? "Ég held að það sé. Við erum á ystu mörkum, reyndar," svarar Ævar og bendir á að vitað sé um 600 birni að minnsta kosti sem komið hafi til Íslands í gegnum aldirnar. Komur bjarndýra til Íslands verði því að teljast eðlilegar. "Það er ekki eitthvað sem er algjör undantekning. Það er hluti af þessu eðlilega lífsmunstri hvítabjarna," segir Ævar. Tengdar fréttir Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2. maí 2011 17:29 Ísbjörn á Hornströndum Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið. 2. maí 2011 09:54 Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. 4. maí 2011 18:41 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Ævar Petersen dýrafræðingur segir Ísland hluta af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem hingað koma. Þau hafa orðið örlög allra hvítabjarna, sem sést hafa hérlendis undanfarna áratugi, að þeir voru allir drepnir. Ævar Petersen telur þetta ranga stefnu, og raunar lögbrot: "Þeir eru friðaðir. Það er alger undantekning ef á að fella þá. Þannig að það má ekki vera hin almenna regla að fella hvern einasta hvítabjörn sem kemur hingað. Ef það er niðurstaða stjórnvalda, þá verður að breyta lögunum," segir Ævar. Hann viðurkennir hættuna. Hvítabirnir séu hættuleg dýr sem geti drepið mann í einu höggi. Það réttlæti þó ekki að hvert einasta dýr sé skotið. "Ég held að það eigi frekar að svæfa þau. Það er einfalt mál." Ef ástand þeirra reynist dapurt megi svæfa þau fyrir fullt og allt en síðan verði að vera til áætlun um hvað eigi að gera við dýrin. Menn geti sett þau í Húsadýragarðinn, sent þau til Grænlands eða sleppt þeim, með gervihnattasendi, til að kanna hvort þau snúi aftur til Grænlands. "Ég held að mörg þessara dýra, ef þau eru í góðu ástandi, muni fara aftur heim," segir Ævar. En geta Íslendingar ekki búið í sambýli við ísbirni, eins og menn gera til dæmis í Kanada, Grænlandi og Rússlandi? "Við Íslendingar kunnum það bara ekki," svarar hann. Ævar telur að birnir sem hingað koma séu eðlilegur hluti af stofninum. En má þá telja Ísland sem hluta af búsvæðum ísbjarna? "Ég held að það sé. Við erum á ystu mörkum, reyndar," svarar Ævar og bendir á að vitað sé um 600 birni að minnsta kosti sem komið hafi til Íslands í gegnum aldirnar. Komur bjarndýra til Íslands verði því að teljast eðlilegar. "Það er ekki eitthvað sem er algjör undantekning. Það er hluti af þessu eðlilega lífsmunstri hvítabjarna," segir Ævar.
Tengdar fréttir Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2. maí 2011 17:29 Ísbjörn á Hornströndum Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið. 2. maí 2011 09:54 Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. 4. maí 2011 18:41 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2. maí 2011 17:29
Ísbjörn á Hornströndum Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið. 2. maí 2011 09:54
Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. 4. maí 2011 18:41