Fréttir vikunnar: Hvítabjörn skotinn og Næturvaktin á BBC4 Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. maí 2011 20:00 Aðalpersónur úr Næturvaktinni. Vikan byrjaði með frídegi verkalýðsins þann 1. maí. Dagurinn var svolítið skrítinn að því leytinu til að jörð var alhvít. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1993 sem jörðin er alhvít í júní. Aðfaranótt mánudagsins sögðum við frá því að Osama Bin Laden, leiðtogi al-Qaida, væri fallinn. Bandaríkir leyniþjónustumenn réðust að honum þar sem hann hafði aðsetur í Pakistan. Al - Qaida samtökin hóta nú hefndum. Við sögðum líka frá því að áhöfn á fiskibát rétt við Hornstrandir sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar snemma morguns í vikunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á staðinn með menn sem skutu bangsa. Það vakti misjöfn viðbrögð á meðal manna. Jafnframt var sagt frá því í vikunni að lögreglan á Selfossi rannsakar hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Svo virðist vera sem tíkin hafi verið tekin úr prísund sinni. Svo sögðum við frá því að breska sjónvarpsstöðin BBC 4 mun hefja sýningar á Næturvaktinni í næstu viku. Fyrsti þátturinn verður sýndur strax á morgun, samkvæmt áætlun. Ragnar Bragason, leikstjóri þáttanna, segir þetta vera mikla viðurkenningu fyrir þættina. Þá var sagt frá því að 1251 einstaklingur var árið 2009 með meira en eina milljón króna í laun á mánuði. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að fyrstu tónleikarnir í tónlistarhúsinu Hörpu fóru fram í vikunni. Um var að ræða tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með fjölbreyttu efnisvali. Víkingur Heiðar Ólafsson er á meðal þeirra einleikara sem kom fram með Sinfóníuhljómsveitinni. Á föstudag var hælisleitandi handtekinn þegar hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. Sérsveit lögreglunnar auk slökkviliðsins komu á vettvang og var maðurinn handtekinn. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Vikan byrjaði með frídegi verkalýðsins þann 1. maí. Dagurinn var svolítið skrítinn að því leytinu til að jörð var alhvít. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1993 sem jörðin er alhvít í júní. Aðfaranótt mánudagsins sögðum við frá því að Osama Bin Laden, leiðtogi al-Qaida, væri fallinn. Bandaríkir leyniþjónustumenn réðust að honum þar sem hann hafði aðsetur í Pakistan. Al - Qaida samtökin hóta nú hefndum. Við sögðum líka frá því að áhöfn á fiskibát rétt við Hornstrandir sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar snemma morguns í vikunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á staðinn með menn sem skutu bangsa. Það vakti misjöfn viðbrögð á meðal manna. Jafnframt var sagt frá því í vikunni að lögreglan á Selfossi rannsakar hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Svo virðist vera sem tíkin hafi verið tekin úr prísund sinni. Svo sögðum við frá því að breska sjónvarpsstöðin BBC 4 mun hefja sýningar á Næturvaktinni í næstu viku. Fyrsti þátturinn verður sýndur strax á morgun, samkvæmt áætlun. Ragnar Bragason, leikstjóri þáttanna, segir þetta vera mikla viðurkenningu fyrir þættina. Þá var sagt frá því að 1251 einstaklingur var árið 2009 með meira en eina milljón króna í laun á mánuði. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að fyrstu tónleikarnir í tónlistarhúsinu Hörpu fóru fram í vikunni. Um var að ræða tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með fjölbreyttu efnisvali. Víkingur Heiðar Ólafsson er á meðal þeirra einleikara sem kom fram með Sinfóníuhljómsveitinni. Á föstudag var hælisleitandi handtekinn þegar hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. Sérsveit lögreglunnar auk slökkviliðsins komu á vettvang og var maðurinn handtekinn. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira