Fréttir vikunnar: Hvítabjörn skotinn og Næturvaktin á BBC4 Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. maí 2011 20:00 Aðalpersónur úr Næturvaktinni. Vikan byrjaði með frídegi verkalýðsins þann 1. maí. Dagurinn var svolítið skrítinn að því leytinu til að jörð var alhvít. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1993 sem jörðin er alhvít í júní. Aðfaranótt mánudagsins sögðum við frá því að Osama Bin Laden, leiðtogi al-Qaida, væri fallinn. Bandaríkir leyniþjónustumenn réðust að honum þar sem hann hafði aðsetur í Pakistan. Al - Qaida samtökin hóta nú hefndum. Við sögðum líka frá því að áhöfn á fiskibát rétt við Hornstrandir sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar snemma morguns í vikunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á staðinn með menn sem skutu bangsa. Það vakti misjöfn viðbrögð á meðal manna. Jafnframt var sagt frá því í vikunni að lögreglan á Selfossi rannsakar hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Svo virðist vera sem tíkin hafi verið tekin úr prísund sinni. Svo sögðum við frá því að breska sjónvarpsstöðin BBC 4 mun hefja sýningar á Næturvaktinni í næstu viku. Fyrsti þátturinn verður sýndur strax á morgun, samkvæmt áætlun. Ragnar Bragason, leikstjóri þáttanna, segir þetta vera mikla viðurkenningu fyrir þættina. Þá var sagt frá því að 1251 einstaklingur var árið 2009 með meira en eina milljón króna í laun á mánuði. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að fyrstu tónleikarnir í tónlistarhúsinu Hörpu fóru fram í vikunni. Um var að ræða tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með fjölbreyttu efnisvali. Víkingur Heiðar Ólafsson er á meðal þeirra einleikara sem kom fram með Sinfóníuhljómsveitinni. Á föstudag var hælisleitandi handtekinn þegar hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. Sérsveit lögreglunnar auk slökkviliðsins komu á vettvang og var maðurinn handtekinn. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Vikan byrjaði með frídegi verkalýðsins þann 1. maí. Dagurinn var svolítið skrítinn að því leytinu til að jörð var alhvít. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1993 sem jörðin er alhvít í júní. Aðfaranótt mánudagsins sögðum við frá því að Osama Bin Laden, leiðtogi al-Qaida, væri fallinn. Bandaríkir leyniþjónustumenn réðust að honum þar sem hann hafði aðsetur í Pakistan. Al - Qaida samtökin hóta nú hefndum. Við sögðum líka frá því að áhöfn á fiskibát rétt við Hornstrandir sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar snemma morguns í vikunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á staðinn með menn sem skutu bangsa. Það vakti misjöfn viðbrögð á meðal manna. Jafnframt var sagt frá því í vikunni að lögreglan á Selfossi rannsakar hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Svo virðist vera sem tíkin hafi verið tekin úr prísund sinni. Svo sögðum við frá því að breska sjónvarpsstöðin BBC 4 mun hefja sýningar á Næturvaktinni í næstu viku. Fyrsti þátturinn verður sýndur strax á morgun, samkvæmt áætlun. Ragnar Bragason, leikstjóri þáttanna, segir þetta vera mikla viðurkenningu fyrir þættina. Þá var sagt frá því að 1251 einstaklingur var árið 2009 með meira en eina milljón króna í laun á mánuði. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að fyrstu tónleikarnir í tónlistarhúsinu Hörpu fóru fram í vikunni. Um var að ræða tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með fjölbreyttu efnisvali. Víkingur Heiðar Ólafsson er á meðal þeirra einleikara sem kom fram með Sinfóníuhljómsveitinni. Á föstudag var hælisleitandi handtekinn þegar hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. Sérsveit lögreglunnar auk slökkviliðsins komu á vettvang og var maðurinn handtekinn. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira