Erlent

Fjöldi mótmælenda enn á Frelsistorginu í Kaíró

Þúsundir manna hafast enn við á Frelsistorginu í miðborg Kaíró í Egyptalandi. Öryggissveitir og lögreglan ruddu torgið af mótmælendum í gærkvöldi en þeir byrjuðu síðan að tínast inn á það að nýju í nótt.

Mikil átök hafa geisað á torginu alla helgina og talið að 13 manns hafi látið lífið í þeim. Um tíma voru tugþúsundir manna á torginu.

Ástæða þessara mótamæla eru hve þaulsetin herforingjastjórn landsins er í embætti sínu og saka mótmælendur stjórnina um valdarán. Þegar Hosni Mubarak var hrakinn úr embætti forseta landsins í febrúar síðastliðnum var því lofað að kosningar yrðu haldnar bráðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×