Erlent

Handtaska járnfrúarinnar á uppboð

MYND/AFP
Fræg handtaska sem er í eigu Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fer á uppboð á næstunni. Um er að ræða uppboð til styrktar góðgerðarmála og er vonast til að tæpar tuttugu milljónir króna fáist fyrir veskið. Það þykir auka verðgildi hennar að töskuna notaði Thatcher oft á mikilvægum fundum á sínum tíma og því hefur hún innihaldið ýmis ríkisleyndarmál.

Taskan var meðal annars með í för þegar járnfrúin, eins og Thatcher var oft kölluð, þegar hún hitti Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbatsjov leiðtoga Sovétríkjanna.

Hlutir í eigu fyrrverandi stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi hafa oft selst á háar fjárhæðir á uppboðum sem þessum. Til að mynda fengust milljónir fyrir hálfreyktan vindil Winstons Churchill og þá pungaði einhver út háum fjárhæðum

fyrir gervitennur stjórnmálaskörungsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×