Innlent

Trampólín fór á flug í Garðabænum

Tvær stelpur í Garðabænum, þær Berglind Egilsdóttir og Auður Indriðadóttir ráku upp stór augu þegar þær komu heim úr skólanum í dag og stærðarinnar trampólín var komið inn í garðinn.

Rokið á höfuðborgarsvæðinu hefur lyft nokkrum trampólínum á flug eins og sjá má á myndunum.

Að sögn slökkviliðsins hefur rokið þó ekki valdið neinum meiriháttar skemmdum á höfuðborgarsvæðinu en ástandið er öllu verra á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×