Fjöldi fólks bíður fyrir utan Westminster Abbey 28. apríl 2011 15:29 Gríðarleg stemning hefur myndast í London þar sem brúðkaupið fer fram á morgun „Við erum búin að hitta fólk frá Kanada og frá Simbabwe. Hér er fólk alls staðar að úr heiminum sem er búið að tjalda við Westmnister Abbey og ætlar að bíða hér þangað til á morgun, til að sjá brúðina ganga inn," segir Helga Arnardóttir, fréttamaður, sem er stödd í London. Þegar hafa allt að hundrað manns komið sér fyrir utan við kirkjuna og skín eftirvæntingin úr hverju andliti. Um 20 stiga hiti og sól er í borginni og eru vonir bundnar við að veðrið haldi sér til morguns. Þó er búið að gera ráðstafanir ef veður breytist til hins verra og eru því til reiðu tveir hestvagnar fyrir brúðhjónin til að komst á milli staða á morgun, annar opinn og hinn lokaður.Myndir af brúðhjónunum verðandi prýða ótrúlegustu hluti. Hér sjást þau á bollakökumEnn hefur ekki verið opinberað hver hannaði kjól Kate Middleton en sögur herma að hún hafi jafnvel látið hanna fyrir sig allt að þrjá kjóla, bara til öryggis ef eitthvað myndi koma upp á. Þá er talið að hönnuðir Alexander McQueen hafi hannað minnst einn kjól fyrir brúðina verðandi.Kate ætlar að koma Vilhjálmi á óvart Áhangendur brúðhjónanna bíða spenntir eftir að sjá kjól Kate á morgun. Vilhjálmur prins, heitmaður hennar, verður þó síðastur manna til að sjá kjólinn enda koma sjónvarpsáhorfendur heima í stofu til með að sjá hann á undan Vilhjálmi sem ber ekki dýrðina augum fyrr en Kate er komin inn í kirkjuna á morgun. „Hún hefur haft á orði að hann þekki öll fötin hennar og að hún vilji koma honum virkilega á óvart," segir Helga. Þá hafa jafnvel verið veðmál um hvort Kate verður með blóm í hárinu á morgun eða kórónu.Fólk á götum Lundúna hefur tekið upp á ýmsu til að koma sér í rétta gírinn fyrir brúðkaupið á morgunÓtrúleg stemning í borginni „Það er ótrúlegt að vera hér í borginni. Fólk skiptist algjörlega í tvo hópa. Það eru konungssinnarnir sem ganga helst til langt til að sjá brúðhjónin með eigin augum, þó ekki sé nema í fimm sekúntur. Síðan eru það Bretarnir sem stendur nett á sama en eru samt þakklátir fyrir auka frídag," segir Helga. Fylgst verður með undirbúningi brúðkaupsins og athöfninni sjálfri í beinni útsendingu á morgun. Athöfnin hefst klukkan tíu að íslenskum tíma í fyrramálið. Hún er rúmur klukkutími. Eftir það fara þau í hestvagni frá Westminster Abbey til Buckingham-hallar. Bein útsending hefst klukkan sjö í fyrramálið hér á Vísi og á Stöð 2. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Við erum búin að hitta fólk frá Kanada og frá Simbabwe. Hér er fólk alls staðar að úr heiminum sem er búið að tjalda við Westmnister Abbey og ætlar að bíða hér þangað til á morgun, til að sjá brúðina ganga inn," segir Helga Arnardóttir, fréttamaður, sem er stödd í London. Þegar hafa allt að hundrað manns komið sér fyrir utan við kirkjuna og skín eftirvæntingin úr hverju andliti. Um 20 stiga hiti og sól er í borginni og eru vonir bundnar við að veðrið haldi sér til morguns. Þó er búið að gera ráðstafanir ef veður breytist til hins verra og eru því til reiðu tveir hestvagnar fyrir brúðhjónin til að komst á milli staða á morgun, annar opinn og hinn lokaður.Myndir af brúðhjónunum verðandi prýða ótrúlegustu hluti. Hér sjást þau á bollakökumEnn hefur ekki verið opinberað hver hannaði kjól Kate Middleton en sögur herma að hún hafi jafnvel látið hanna fyrir sig allt að þrjá kjóla, bara til öryggis ef eitthvað myndi koma upp á. Þá er talið að hönnuðir Alexander McQueen hafi hannað minnst einn kjól fyrir brúðina verðandi.Kate ætlar að koma Vilhjálmi á óvart Áhangendur brúðhjónanna bíða spenntir eftir að sjá kjól Kate á morgun. Vilhjálmur prins, heitmaður hennar, verður þó síðastur manna til að sjá kjólinn enda koma sjónvarpsáhorfendur heima í stofu til með að sjá hann á undan Vilhjálmi sem ber ekki dýrðina augum fyrr en Kate er komin inn í kirkjuna á morgun. „Hún hefur haft á orði að hann þekki öll fötin hennar og að hún vilji koma honum virkilega á óvart," segir Helga. Þá hafa jafnvel verið veðmál um hvort Kate verður með blóm í hárinu á morgun eða kórónu.Fólk á götum Lundúna hefur tekið upp á ýmsu til að koma sér í rétta gírinn fyrir brúðkaupið á morgunÓtrúleg stemning í borginni „Það er ótrúlegt að vera hér í borginni. Fólk skiptist algjörlega í tvo hópa. Það eru konungssinnarnir sem ganga helst til langt til að sjá brúðhjónin með eigin augum, þó ekki sé nema í fimm sekúntur. Síðan eru það Bretarnir sem stendur nett á sama en eru samt þakklátir fyrir auka frídag," segir Helga. Fylgst verður með undirbúningi brúðkaupsins og athöfninni sjálfri í beinni útsendingu á morgun. Athöfnin hefst klukkan tíu að íslenskum tíma í fyrramálið. Hún er rúmur klukkutími. Eftir það fara þau í hestvagni frá Westminster Abbey til Buckingham-hallar. Bein útsending hefst klukkan sjö í fyrramálið hér á Vísi og á Stöð 2.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira