Ísbú allt annað en Isbu Erla Hlynsdóttir skrifar 18. apríl 2011 11:19 Ásmundur Einar Daðason, nafn fyrirtækis hans eins og það birtist á heimasíðunni, og síðan vörumerki ÍsBú alþjóðaviðskipta „Ósáttir viðskiptavinir hafa haft samband við okkur í morgun og spurt af hverju við séum að selja þessar tangir. Við erum samt ekki að selja neitt svona lagað," segir Jens H. Valdimarsson, einn af eigendum fyrirtækisins Ísbú alþjóðaviðskipti. Vísir sagði í morgun frá því að búrekstrarvörufyrirtækið Ísbú væri að selja umdeildar geldingatangir. Jens bendir á að hans fyrirtæki hafi skráð vörumerkið Ísbú á sínum tíma og haldi úti vefsíðunni ísbú.is. Fyrirtæki Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns rekur hitt fyrirtækið sem stofnaði vefsíðuna isbu.is.Misskilningur og óþægindi Mikill misskilnigur og talsverð óþægindi hafa komið upp vegna þessara líkinda, en fyrirtæki Jens var stofnað á undan fyrirtæki Ásmundar Einars. Vegna athugasemda viðskiptavina í dag er Jens mikið í mun um að það sé á hreinu að hans fyrirtæki selur alls engar geldingatangir. Hann hefur í nokkurn tíma átt í samskiptum við Ásmund Einar um að finna einhverja leið til að minnka líkur á misskilningi þegar kemur að fyrirtækjunum tveimur, en enginn flötur hefur enn fundist á því. Eftir því sem Jens kemst næst hefur hann enga lagalega heimild til að fara fram á að búvörufyrirtækið hætti að nota nafnið.Finnst verið að stela vinnu frá sér „Við hjá ÍsBú höfum orðið fyrir óþægindum vegna þess að fyrirtæki sem er okkur alveg óskylt er byrjað að auglýsa sig undir okkar nafni og kallar sig ÍsBú.is en fyrirtækið sem slíkt heitir allt öðru nafni. En við hjá ÍsBú eigum lénið www.ísbú.is skrifað með íslenskum bókstöfum," segir í frétt sem fyrirtækið birtir á vefsíðu sinni í október á síðasta ári. „Við erum mjög ósátt með það að fyrirtæki okkur óskyld taki það upp hjá sér að nota okkar nafn ÍsBú, sem er reyndar skráð vörumerki. ÍsBú er búið að vera starfandi í mörg ár og er vel þekkt fyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Okkur finnst að verið sé að stela margra ára vinnu frá okkur. Við viljum biðja viðskiptavini okkar að hafa þetta í huga þegar þeir eru að leita að ÍsBú alþjóðaviðskipti ehf. að velja þá rétt ÍsBú," segir þar ennfremur. Bæði fyrirtækin eru skráð í símaskrá, þar sem nafnið er skrifað með íslenskum stöfum: „Ísbú."Ísbú hið eldra stofnað 1974 Samkvæmt upplýsingum á vef Ísbú, hins upprunalega, segir að Ísbú alþjóðaviðskipti ehf. hóf starfsemi árið 1974, þá sem útgerðarfélag. Árið 1991 tók það síðan breytingum og varð alþjóðafyrirtæki sem sinnir ráðgjöf og aflar verkefna á erlendri grundu. Meðal þess sem fyrirtækið hefur til sölu eru eldhúsinnréttingar, sturtuklefar, þakklæðningar og mótorhjól.Tenglar:ÍsBú alþjóðaviðskiptiIsbu búrekstrarvörur Tengdar fréttir Fyrirtæki þingmanns selur umdeildar geldingatangir "Fékkstu lambhrút af fjalli seint á síðasta ári? Sérhæfðu hrútatangirnar fást hjá okkur." Þannig hljómar auglýsing sem birtist í Bændablaðinu 7. apríl. Í drögum að nýjum dýraverndunarlögum er lagt til að aðeins verði heimilt að selja þessar tangir dýralæknum. Nú er heimilt að selja þær almenningi, sem skýtur skökku við þar sem dýralæknar einir hafa leyfi til að gefa lambhrútunum deyfilyf fyrir aðgerðina. Vegna þessa eru dæmi um að íslenskir bændur noti geldingatangirnar svokölluðu til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar, og samkvæmt dýralæknum er um að ræða afar sársaukafulla aðgerð. Dýraverndunarráð Íslands hefur fordæmt að bændur geri þessar aðgerðir sjálfir, og fjallaði Vísir ítarlega um málið í nóvember. Þá kom fram að fram að Dýraverndarráð hafði fengið erindi frá Dýralæknafélagi Íslands um að fyrirtæki sem selur vörur til búrekstrar hafi verið að auglýsa slíkar tangir. Dýraverndarráð skoraði í framhaldinu á umrætt fyrirtæki að hætta sölu tanganna hið fyrsta. Þegar blaðamaður Vísis síðan hafði samband við sölumann fyrirtækisins sögðust þeir strax hafa tekið tangirnar úr almennri sölu eftir áskorunina. Fyrirtækið Ísbú heldur þó áfram að auglýsa og selja tangirnar, og er ofangreind auglýsing frá því fyrirtæki. Ísbú er í eigu fyrirtækisins Daðason og Biering ehf. sem er að fjórðungshluta í eigu Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns. Í frétt sem Ísbú birtir á vef sínum í janúar kemur fram að Dýralæknafélag Íslands sá sig knúið til að senda út bréf þar sem varað er við notkun leikmanna á hrútatöngum. Ekki sársaukalaust eins og þeir hafa stundum heyrt "Ísbú búrekstrarvörur vilja vekja athygli á að gelding á dýrum er ekki sársaukalaus aðgerð eins og við höfum stundum heyrt. Gelding skal ávallt framkvæmd af dýralæknum," segir í frétt á vef Ísbú. Sú auglýsing sem fyrirtækið birti í Bændablaðinu fyrr í þessum mánuði virðist þó beint til bændanna sjálfra, enda talað til eigenda lambhrútanna í auglýsingunni, sem sjá má hér að ofan. Drep kemur í eistun og þau visna Til að gelda karldýr töngin notuð til að klemma æðarnar fyrir ofan eistum og stoppa blóðflæði til þeirra. Þannig kemur drep í eistun, þau minnka og visna. Eins og fram kom í umfjöllun Vísis í nóvember notar fjöldi bænda geldingatangir á gripi sína og eru þeir heldur óhressir með hugmyndir um sölubann til leikmanna. Að þeirra mati snýst umræðan um að banna sölu á töngunum til annarra en dýralækna aðeins um að dýralæknar óttist að missa spón úr aski sínum. Bændur segja tangirnar öruggar og að aðgerðin taki fljótt af þannig að sá sársauki sem dýrin finna fyrir sé hverfandi. Auk þess telja þeir að auknar líkur séu á sýkingarhættu þegar verið er að sprauta dýrin með deyfilyfjum fyrir aðgerð og mögulega fjarlægja eistu á annan hátt en með töngunum. 18. apríl 2011 10:27 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
„Ósáttir viðskiptavinir hafa haft samband við okkur í morgun og spurt af hverju við séum að selja þessar tangir. Við erum samt ekki að selja neitt svona lagað," segir Jens H. Valdimarsson, einn af eigendum fyrirtækisins Ísbú alþjóðaviðskipti. Vísir sagði í morgun frá því að búrekstrarvörufyrirtækið Ísbú væri að selja umdeildar geldingatangir. Jens bendir á að hans fyrirtæki hafi skráð vörumerkið Ísbú á sínum tíma og haldi úti vefsíðunni ísbú.is. Fyrirtæki Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns rekur hitt fyrirtækið sem stofnaði vefsíðuna isbu.is.Misskilningur og óþægindi Mikill misskilnigur og talsverð óþægindi hafa komið upp vegna þessara líkinda, en fyrirtæki Jens var stofnað á undan fyrirtæki Ásmundar Einars. Vegna athugasemda viðskiptavina í dag er Jens mikið í mun um að það sé á hreinu að hans fyrirtæki selur alls engar geldingatangir. Hann hefur í nokkurn tíma átt í samskiptum við Ásmund Einar um að finna einhverja leið til að minnka líkur á misskilningi þegar kemur að fyrirtækjunum tveimur, en enginn flötur hefur enn fundist á því. Eftir því sem Jens kemst næst hefur hann enga lagalega heimild til að fara fram á að búvörufyrirtækið hætti að nota nafnið.Finnst verið að stela vinnu frá sér „Við hjá ÍsBú höfum orðið fyrir óþægindum vegna þess að fyrirtæki sem er okkur alveg óskylt er byrjað að auglýsa sig undir okkar nafni og kallar sig ÍsBú.is en fyrirtækið sem slíkt heitir allt öðru nafni. En við hjá ÍsBú eigum lénið www.ísbú.is skrifað með íslenskum bókstöfum," segir í frétt sem fyrirtækið birtir á vefsíðu sinni í október á síðasta ári. „Við erum mjög ósátt með það að fyrirtæki okkur óskyld taki það upp hjá sér að nota okkar nafn ÍsBú, sem er reyndar skráð vörumerki. ÍsBú er búið að vera starfandi í mörg ár og er vel þekkt fyrirtæki bæði hér heima og erlendis. Okkur finnst að verið sé að stela margra ára vinnu frá okkur. Við viljum biðja viðskiptavini okkar að hafa þetta í huga þegar þeir eru að leita að ÍsBú alþjóðaviðskipti ehf. að velja þá rétt ÍsBú," segir þar ennfremur. Bæði fyrirtækin eru skráð í símaskrá, þar sem nafnið er skrifað með íslenskum stöfum: „Ísbú."Ísbú hið eldra stofnað 1974 Samkvæmt upplýsingum á vef Ísbú, hins upprunalega, segir að Ísbú alþjóðaviðskipti ehf. hóf starfsemi árið 1974, þá sem útgerðarfélag. Árið 1991 tók það síðan breytingum og varð alþjóðafyrirtæki sem sinnir ráðgjöf og aflar verkefna á erlendri grundu. Meðal þess sem fyrirtækið hefur til sölu eru eldhúsinnréttingar, sturtuklefar, þakklæðningar og mótorhjól.Tenglar:ÍsBú alþjóðaviðskiptiIsbu búrekstrarvörur
Tengdar fréttir Fyrirtæki þingmanns selur umdeildar geldingatangir "Fékkstu lambhrút af fjalli seint á síðasta ári? Sérhæfðu hrútatangirnar fást hjá okkur." Þannig hljómar auglýsing sem birtist í Bændablaðinu 7. apríl. Í drögum að nýjum dýraverndunarlögum er lagt til að aðeins verði heimilt að selja þessar tangir dýralæknum. Nú er heimilt að selja þær almenningi, sem skýtur skökku við þar sem dýralæknar einir hafa leyfi til að gefa lambhrútunum deyfilyf fyrir aðgerðina. Vegna þessa eru dæmi um að íslenskir bændur noti geldingatangirnar svokölluðu til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar, og samkvæmt dýralæknum er um að ræða afar sársaukafulla aðgerð. Dýraverndunarráð Íslands hefur fordæmt að bændur geri þessar aðgerðir sjálfir, og fjallaði Vísir ítarlega um málið í nóvember. Þá kom fram að fram að Dýraverndarráð hafði fengið erindi frá Dýralæknafélagi Íslands um að fyrirtæki sem selur vörur til búrekstrar hafi verið að auglýsa slíkar tangir. Dýraverndarráð skoraði í framhaldinu á umrætt fyrirtæki að hætta sölu tanganna hið fyrsta. Þegar blaðamaður Vísis síðan hafði samband við sölumann fyrirtækisins sögðust þeir strax hafa tekið tangirnar úr almennri sölu eftir áskorunina. Fyrirtækið Ísbú heldur þó áfram að auglýsa og selja tangirnar, og er ofangreind auglýsing frá því fyrirtæki. Ísbú er í eigu fyrirtækisins Daðason og Biering ehf. sem er að fjórðungshluta í eigu Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns. Í frétt sem Ísbú birtir á vef sínum í janúar kemur fram að Dýralæknafélag Íslands sá sig knúið til að senda út bréf þar sem varað er við notkun leikmanna á hrútatöngum. Ekki sársaukalaust eins og þeir hafa stundum heyrt "Ísbú búrekstrarvörur vilja vekja athygli á að gelding á dýrum er ekki sársaukalaus aðgerð eins og við höfum stundum heyrt. Gelding skal ávallt framkvæmd af dýralæknum," segir í frétt á vef Ísbú. Sú auglýsing sem fyrirtækið birti í Bændablaðinu fyrr í þessum mánuði virðist þó beint til bændanna sjálfra, enda talað til eigenda lambhrútanna í auglýsingunni, sem sjá má hér að ofan. Drep kemur í eistun og þau visna Til að gelda karldýr töngin notuð til að klemma æðarnar fyrir ofan eistum og stoppa blóðflæði til þeirra. Þannig kemur drep í eistun, þau minnka og visna. Eins og fram kom í umfjöllun Vísis í nóvember notar fjöldi bænda geldingatangir á gripi sína og eru þeir heldur óhressir með hugmyndir um sölubann til leikmanna. Að þeirra mati snýst umræðan um að banna sölu á töngunum til annarra en dýralækna aðeins um að dýralæknar óttist að missa spón úr aski sínum. Bændur segja tangirnar öruggar og að aðgerðin taki fljótt af þannig að sá sársauki sem dýrin finna fyrir sé hverfandi. Auk þess telja þeir að auknar líkur séu á sýkingarhættu þegar verið er að sprauta dýrin með deyfilyfjum fyrir aðgerð og mögulega fjarlægja eistu á annan hátt en með töngunum. 18. apríl 2011 10:27 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Fyrirtæki þingmanns selur umdeildar geldingatangir "Fékkstu lambhrút af fjalli seint á síðasta ári? Sérhæfðu hrútatangirnar fást hjá okkur." Þannig hljómar auglýsing sem birtist í Bændablaðinu 7. apríl. Í drögum að nýjum dýraverndunarlögum er lagt til að aðeins verði heimilt að selja þessar tangir dýralæknum. Nú er heimilt að selja þær almenningi, sem skýtur skökku við þar sem dýralæknar einir hafa leyfi til að gefa lambhrútunum deyfilyf fyrir aðgerðina. Vegna þessa eru dæmi um að íslenskir bændur noti geldingatangirnar svokölluðu til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar, og samkvæmt dýralæknum er um að ræða afar sársaukafulla aðgerð. Dýraverndunarráð Íslands hefur fordæmt að bændur geri þessar aðgerðir sjálfir, og fjallaði Vísir ítarlega um málið í nóvember. Þá kom fram að fram að Dýraverndarráð hafði fengið erindi frá Dýralæknafélagi Íslands um að fyrirtæki sem selur vörur til búrekstrar hafi verið að auglýsa slíkar tangir. Dýraverndarráð skoraði í framhaldinu á umrætt fyrirtæki að hætta sölu tanganna hið fyrsta. Þegar blaðamaður Vísis síðan hafði samband við sölumann fyrirtækisins sögðust þeir strax hafa tekið tangirnar úr almennri sölu eftir áskorunina. Fyrirtækið Ísbú heldur þó áfram að auglýsa og selja tangirnar, og er ofangreind auglýsing frá því fyrirtæki. Ísbú er í eigu fyrirtækisins Daðason og Biering ehf. sem er að fjórðungshluta í eigu Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns. Í frétt sem Ísbú birtir á vef sínum í janúar kemur fram að Dýralæknafélag Íslands sá sig knúið til að senda út bréf þar sem varað er við notkun leikmanna á hrútatöngum. Ekki sársaukalaust eins og þeir hafa stundum heyrt "Ísbú búrekstrarvörur vilja vekja athygli á að gelding á dýrum er ekki sársaukalaus aðgerð eins og við höfum stundum heyrt. Gelding skal ávallt framkvæmd af dýralæknum," segir í frétt á vef Ísbú. Sú auglýsing sem fyrirtækið birti í Bændablaðinu fyrr í þessum mánuði virðist þó beint til bændanna sjálfra, enda talað til eigenda lambhrútanna í auglýsingunni, sem sjá má hér að ofan. Drep kemur í eistun og þau visna Til að gelda karldýr töngin notuð til að klemma æðarnar fyrir ofan eistum og stoppa blóðflæði til þeirra. Þannig kemur drep í eistun, þau minnka og visna. Eins og fram kom í umfjöllun Vísis í nóvember notar fjöldi bænda geldingatangir á gripi sína og eru þeir heldur óhressir með hugmyndir um sölubann til leikmanna. Að þeirra mati snýst umræðan um að banna sölu á töngunum til annarra en dýralækna aðeins um að dýralæknar óttist að missa spón úr aski sínum. Bændur segja tangirnar öruggar og að aðgerðin taki fljótt af þannig að sá sársauki sem dýrin finna fyrir sé hverfandi. Auk þess telja þeir að auknar líkur séu á sýkingarhættu þegar verið er að sprauta dýrin með deyfilyfjum fyrir aðgerð og mögulega fjarlægja eistu á annan hátt en með töngunum. 18. apríl 2011 10:27