Erlent

Nemendur og foreldrar kunna illa að taka tapi í kappleikjum

Breskir grunnskólanemar kunna því afar illa að taka tapi í kappleikjum. Foreldrar þeirra eru ekkert skárri hvað þetta varðar.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem unnin var á vegum Opinion Matters og greint er frá á vefsíðu BBC. Könnun þessi náði til rúmlega 1000 foreldra og álíka margra grunnsskólanema á aldrinum átta til sextán ára.

Í ljós kom að tveir þriðju hluta foreldranna sögðu að börn sín tækju því afar illa að tapa í kappleikjum eins og fótbolta. Tveir þriðju hlutar nemanna sögðu að foreldrar sínir ættu í sömu örðugleikum við að taka tapi.

Að fara í fýlu, verða reiður og grátur eru algeng viðbrögð bæði nemanna og foreldranna þegar leikur tapaðist. Þá þykir munnsöfnuður margra foreldra ekki til fyrirmyndar á kappleikjum þar sem börn þeirra keppa en bæði andstæðingar og dómarar verða fyrir barðinu á honum.

Allar niðurstöður könnunarinnar voru þó ekki neikvæðar. Um 96% foreldranna sögðu að börn sín tækju því afarvel þegar þau sigruðu í kappleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×