Erlent

Lugu til um geimferð Gagarins

Óli Tynes skrifar
Yuri Gagarin
Yuri Gagarin
Sovétríkin lugu til um nokkra þætti í geimferð Yuris Gagarins fyrir fimmtíu árum, að sögn rússnesks blaðamanns sem hefur skrifað bók um þetta afrek.

Gagarin varð fyrsti geimfari heimsins árið 1961. Sovétleiðtogarnir héldu því fram að allt hefði gengið eins og í sögu í geimferðinni. Blaðamaðurinn Anton Pervushin segir hinsvegar í bók sinni að Gagarin hafi lent yfir 300 kílómetra frá áætluðum lendingarstað.

Hann hafi heldur ekki lent í geimfarinu sjálfu heldur stokkið út í fallhlíf áður en það lenti. Gagarin varð því að byrja á að axla fallhlíf sína og leita að mannabyggð til að láta leiðtogana vita hvar hann væri.

Yuri Gagarin fórst í æfingaflugi á orrustuþotu árið 1964, aðeins 34 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×