Enski boltinn

Bale búinn að framlengja við Tottenham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Velski vængmaðurinn Gareth Bale virðist ekki vera á förum frá Tottenham því hann er búinn að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2015.

Þessi 21 árs gamli kantmaður hefur slegið í gegn í vetur og stimplað sig inn sem einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Bale kom til Spurs frá Southampton er hann var 17 ára gamall. Hann er þegar búinn að spila 112 leiki fyrir Spurs og skora 17 mörk.

"Ég nýt boltans hjá Tottenham. Ég vil að þetta félag haldi áfram á sömu braut og vonandi getum við náð frábærum árangri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×