Enski boltinn

Terry orðinn fyrirliði landsliðsins á nýjan leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Terry og Capello eru aftur orðnir vinir.
Terry og Capello eru aftur orðnir vinir.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er búinn að fyrirgefa John Terry og hefur ákveðið að gera hann að fyrirliða enska landsliðsins á nýjan leik.

Rio Ferdinand hefur verið fyrirliði landsliðsins síðan bandið var tekið af Terry er upp komst að hann hafði sængað hjá unnustu liðsfélaga síns.

Capello segist ekki hafa haft tækifæri til þess að segja Rio fréttirnar beint þar sem Rio hafi ekki viljað hittast er þeir voru saman á vellinum síðasta miðvikudag.

Rio náði ekki að bera armbandið oft enda mikið meiddur og það kom því aðallega í hlut Steven Gerrard að vera fyrirliði þann tíma sem Terry var í skammarkróknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×