Enski boltinn

Dalglish: Vítaspyrnudómurinn er ekki okkar vandamál

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kenny Dalglish kátur eftir sigurinn í dag.
Kenny Dalglish kátur eftir sigurinn í dag. Nordic Photos/Getty Images
Kenny Dalglish segir að það sé ekki hans vandamál að liðið hafi fengið afar ódýra vítaspyrnu sem Dirk Kuyt skoraði úr í fyrri hálfleik æi 0-2 sigri liðsins gegn Sunderland í dag. Leikmenn Sunderland og Steve Bruce, þjálfari liðsins, voru æfir yfir ákvörðuninni en augljóst var að brotið átti sér stað utan vítateigs þegar atvikið var skoðað í endursýningu.

„Ég veit ekki hvernig vítaspyrnan hafði áhrif á Sunderland. Hverju sem því líður þá er það ekki mitt vandamál,“ sagði Dalglish eftir leikinn. „Við héldum áfram að spila og vörðumst vel þegar á þurfti. Við sóttum þegar við fengum færi og það heppnaðist.“

Andy Carroll lék sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu hjá Liverpool í dag og var nálægt því að opna markareikninginn með liðinu. „Hann hefur ekki skorað ennþá en hann mun skora í framtíðinni. Það er augljóst að hann er hættulegur. Miðað við hvernig hann og Luis (Suarez) leika saman þá höfum við margt til að hlakka til.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×