Enski boltinn

Essien: Við þurftum að fá leikmann eins og David Luiz í Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Luiz fagnar marki sínu.
David Luiz fagnar marki sínu. Mynd/AP
Michael Essien var ánægður með Brasilíumanninn David Luiz eftir sigurleikinn á móti

Manchester City í gær. David Luiz sem er varnarmaður skoraði fyrra mark Chelsea með skalla eftir aukaspyrnu frá Didier Drogba. og hefur skorað tvö mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Chelsea.

„Eins og þið hafið séð þá hefur hann verið frábær fyrir okkur síðan að hann kom hingað," sagði Michael Essien í viðtali við Sky Sports.

„Við þurftum svona leikmann í Chelsea og hann hefur staðið sig mjög vel," sagði Essien.

Chelsea er nú "aðeins" níu stigum á eftir toppliði Manchester United og á auk þess leik inni á United.

„Við tökum hvern leik fyrir sig. Við munum leggja okkur fram og sjá hvað gerist. Við verðum að trúa því að við getum náð þeim en það er löng leið framundan. Við verðum að berjast fyrir hverju stigi," sagði Michael Essien.

„Þetta var samt mjög mikilvægur sigur fyrir okkur því þetta var mjög erfiður leikur. Við gáfum allt okkar fyrr þessi þrjú stig, sagði Essien sem átti stoðsendingu á Ramires í seinna marki Chelsea í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×