Innlent

Lögreglan byrjuð að rannsaka bótox-konuna

Lögreglan er byrjuð að rannsaka málið.
Lögreglan er byrjuð að rannsaka málið.
Mál bótox-konunnar í Kópavogi hefur verið tekið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um lögbrot. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.

Rannsóknin hófst eftir að fjölmiðlar greindu frá málinu í morgun.

Vísir ræddi meðal annars við Landlækni sem sagðist vera skoða málið en þar fengust þau svör að embættið hefði í raun ekki eftirlitsskyldu með starfseminni, vegna þess að ekki væri um heilbrigðisstofnun eða starfsmann að ræða.

DV afhjúpaði starfsemi konunnar með umfjöllun sinni í morgun þar sem greint var frá því að hún byði upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavoginum. Konan sagðist sprauta efninu Dysport í andlit kvenna sem inniheldur sama eitraða efnið og bótox, sem eingöngu læknar mega meðhöndla.

Vísir ræddi við nágranna konunnar í morgun. Einn þeirra sagðist hafa orðið var við mikla umferð ungra erlendra kvenna sem virtust sækja í þjónustu konunnar.

Athygli vekur að konan rukkar um 50 þúsund krónur fyrir meðferðina, en það er jafn mikið og það kostar að fá bótox hjá lýtalækni hér á landi.


Tengdar fréttir

Botox-kona vann sem nektardansmær

"Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger.

Landlæknir skoðar starfssemi Bótox-konunnar

"Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi.

Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur

"Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.