Innlent

Botox-kona vann sem nektardansmær

Lýtaaðgerð. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint..
Lýtaaðgerð. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint..
„Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér," segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger.

Það var DV sem greindi frá því í dag að erlend kona búsett á Íslandi, byði upp á bótox-meðferðir á heimili sínu í Kópavogi. Hún flytur efnið inn frá Úkraínu, samkvæmt DV, þar sem hún fær það frá þarlendum lækni, en strangar reglur gilda hér á landi um innflutning lyfja. Konan er um fertugt.

Vísir hafði samband við eiginmann konunnar, sem er íslenskur. Hann vildi ekki tjá sig um málið og bar við tímaskorti.

„Þetta hefur ekki komið inn á okkar borð," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu um starfsemi konunnar. Hún er ekki til sérstakrar rannsóknar þar á bæ.

Efnið sem konan notar heitir Dysport samkvæmt DV. Í því er sama virka efnið og er í bótoxi, og gilda sömu reglur um bæði lyfin.

Samkvæmt sérlyfjaskrá mega einungis læknar, sem búa yfir viðeigandi hæfni og hafa sérfræðiþekkingu á meðferðinni gefa lyfið og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í augn-, taugasjúkdóma-, taugaskurð-, lýta- og húðsjúkdómalækningum.

Ekki náðist í formann Félags íslenskra lýtalækna, né landlækni vegna málsins. Í DV er haft eftir landlæknaembættinu að ekki sé unnt að aðhafast í málinu þar sem efnin, sem konan fær, eru frá erlendum aðila en ekki íslenskum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×