Landlæknir skoðar starfssemi Bótox-konunnar 21. mars 2011 13:54 Bótox í Kópavoginum. „Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi. Það var DV sem afhjúpaði starfssemi konunnar, en í fréttinni sem birtist í blaðinu í morgun, kemur meðal annars fram að konan notar Dysport. Í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Að sögn Geirs er efnið Botulinum eiturefni sem lamar vöðva. „Það er ekki efni sem maður á að nota heima," segir Geir um notkun efnisins sem er stórhættulegt, og getur í allra verstu tilfellum, stórskaðað viðkomandi sé það vitlaust notað. Hann bendir á að iðullega berist embættinu fyrirspurnir og óskir um að fá að meðhöndla fólkmeð ísprautunarefnum fyrir fegrunaðgerðir sem eru ekki eru skilgreind sem lyf eða eiturefni. Svo virðist sem starfsemi konunnar sé á gráu svæði en landlæknaembættið hefur ekki komist að eiginlegri niðurstöðu um málið, þó það sé til skoðunar hjá embættinu. „Það er spurning hvort svona lagað falli undir neytendavernd," segir Geir. Hann segir lyfjastofnun hafa eftirlitsskyldur gagnvart sölu á svona efnum. Spurður hvort hann muni eftir svona starfsemi, eða að svona lagað hafi verið tilkynnt til embættisins, svarar Geir því til að hann muni ekki eftir öðru eins í sinni tíð. Aðspurður hvort heimilisstarfssemi konunnar sé ekki heldur illa skilgreind, og falli jafnvel inn á grátt svæði, svarar Geir: „Það er mjög erfitt að koma alltaf með hundrað prósent skilgreiningar á hlutunum og koma í veg fyrir að einhver taki upp á því hjá sjálfum sér að bjóða upp á starfsemi sem þessa. Hér verður notandi þjónustunnar að líta í eigin barm." Konan hefur stundað fegrunaraðgerðir á heimili sínu í fjögur ár samkvæmt DV. Vísir ræddi við Ásgeir Þór Davíðsson fyrr í morgun, þar sem kom í ljós að konan, sem er um fertugt, starfaði sem nektardansmær á stað hans fyrir um fimm árum síðan. Nágrannar konunnar sögðu í viðtali við Vísi að þeir hefðu orðið varir við að ungar konur af erlendum uppruna virtust leita í þjónustu konunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið ekki til rannsóknar þar á bæ. Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi. Það var DV sem afhjúpaði starfssemi konunnar, en í fréttinni sem birtist í blaðinu í morgun, kemur meðal annars fram að konan notar Dysport. Í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Að sögn Geirs er efnið Botulinum eiturefni sem lamar vöðva. „Það er ekki efni sem maður á að nota heima," segir Geir um notkun efnisins sem er stórhættulegt, og getur í allra verstu tilfellum, stórskaðað viðkomandi sé það vitlaust notað. Hann bendir á að iðullega berist embættinu fyrirspurnir og óskir um að fá að meðhöndla fólkmeð ísprautunarefnum fyrir fegrunaðgerðir sem eru ekki eru skilgreind sem lyf eða eiturefni. Svo virðist sem starfsemi konunnar sé á gráu svæði en landlæknaembættið hefur ekki komist að eiginlegri niðurstöðu um málið, þó það sé til skoðunar hjá embættinu. „Það er spurning hvort svona lagað falli undir neytendavernd," segir Geir. Hann segir lyfjastofnun hafa eftirlitsskyldur gagnvart sölu á svona efnum. Spurður hvort hann muni eftir svona starfsemi, eða að svona lagað hafi verið tilkynnt til embættisins, svarar Geir því til að hann muni ekki eftir öðru eins í sinni tíð. Aðspurður hvort heimilisstarfssemi konunnar sé ekki heldur illa skilgreind, og falli jafnvel inn á grátt svæði, svarar Geir: „Það er mjög erfitt að koma alltaf með hundrað prósent skilgreiningar á hlutunum og koma í veg fyrir að einhver taki upp á því hjá sjálfum sér að bjóða upp á starfsemi sem þessa. Hér verður notandi þjónustunnar að líta í eigin barm." Konan hefur stundað fegrunaraðgerðir á heimili sínu í fjögur ár samkvæmt DV. Vísir ræddi við Ásgeir Þór Davíðsson fyrr í morgun, þar sem kom í ljós að konan, sem er um fertugt, starfaði sem nektardansmær á stað hans fyrir um fimm árum síðan. Nágrannar konunnar sögðu í viðtali við Vísi að þeir hefðu orðið varir við að ungar konur af erlendum uppruna virtust leita í þjónustu konunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið ekki til rannsóknar þar á bæ.
Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13
Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01