Landlæknir skoðar starfssemi Bótox-konunnar 21. mars 2011 13:54 Bótox í Kópavoginum. „Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi. Það var DV sem afhjúpaði starfssemi konunnar, en í fréttinni sem birtist í blaðinu í morgun, kemur meðal annars fram að konan notar Dysport. Í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Að sögn Geirs er efnið Botulinum eiturefni sem lamar vöðva. „Það er ekki efni sem maður á að nota heima," segir Geir um notkun efnisins sem er stórhættulegt, og getur í allra verstu tilfellum, stórskaðað viðkomandi sé það vitlaust notað. Hann bendir á að iðullega berist embættinu fyrirspurnir og óskir um að fá að meðhöndla fólkmeð ísprautunarefnum fyrir fegrunaðgerðir sem eru ekki eru skilgreind sem lyf eða eiturefni. Svo virðist sem starfsemi konunnar sé á gráu svæði en landlæknaembættið hefur ekki komist að eiginlegri niðurstöðu um málið, þó það sé til skoðunar hjá embættinu. „Það er spurning hvort svona lagað falli undir neytendavernd," segir Geir. Hann segir lyfjastofnun hafa eftirlitsskyldur gagnvart sölu á svona efnum. Spurður hvort hann muni eftir svona starfsemi, eða að svona lagað hafi verið tilkynnt til embættisins, svarar Geir því til að hann muni ekki eftir öðru eins í sinni tíð. Aðspurður hvort heimilisstarfssemi konunnar sé ekki heldur illa skilgreind, og falli jafnvel inn á grátt svæði, svarar Geir: „Það er mjög erfitt að koma alltaf með hundrað prósent skilgreiningar á hlutunum og koma í veg fyrir að einhver taki upp á því hjá sjálfum sér að bjóða upp á starfsemi sem þessa. Hér verður notandi þjónustunnar að líta í eigin barm." Konan hefur stundað fegrunaraðgerðir á heimili sínu í fjögur ár samkvæmt DV. Vísir ræddi við Ásgeir Þór Davíðsson fyrr í morgun, þar sem kom í ljós að konan, sem er um fertugt, starfaði sem nektardansmær á stað hans fyrir um fimm árum síðan. Nágrannar konunnar sögðu í viðtali við Vísi að þeir hefðu orðið varir við að ungar konur af erlendum uppruna virtust leita í þjónustu konunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið ekki til rannsóknar þar á bæ. Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi. Það var DV sem afhjúpaði starfssemi konunnar, en í fréttinni sem birtist í blaðinu í morgun, kemur meðal annars fram að konan notar Dysport. Í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Að sögn Geirs er efnið Botulinum eiturefni sem lamar vöðva. „Það er ekki efni sem maður á að nota heima," segir Geir um notkun efnisins sem er stórhættulegt, og getur í allra verstu tilfellum, stórskaðað viðkomandi sé það vitlaust notað. Hann bendir á að iðullega berist embættinu fyrirspurnir og óskir um að fá að meðhöndla fólkmeð ísprautunarefnum fyrir fegrunaðgerðir sem eru ekki eru skilgreind sem lyf eða eiturefni. Svo virðist sem starfsemi konunnar sé á gráu svæði en landlæknaembættið hefur ekki komist að eiginlegri niðurstöðu um málið, þó það sé til skoðunar hjá embættinu. „Það er spurning hvort svona lagað falli undir neytendavernd," segir Geir. Hann segir lyfjastofnun hafa eftirlitsskyldur gagnvart sölu á svona efnum. Spurður hvort hann muni eftir svona starfsemi, eða að svona lagað hafi verið tilkynnt til embættisins, svarar Geir því til að hann muni ekki eftir öðru eins í sinni tíð. Aðspurður hvort heimilisstarfssemi konunnar sé ekki heldur illa skilgreind, og falli jafnvel inn á grátt svæði, svarar Geir: „Það er mjög erfitt að koma alltaf með hundrað prósent skilgreiningar á hlutunum og koma í veg fyrir að einhver taki upp á því hjá sjálfum sér að bjóða upp á starfsemi sem þessa. Hér verður notandi þjónustunnar að líta í eigin barm." Konan hefur stundað fegrunaraðgerðir á heimili sínu í fjögur ár samkvæmt DV. Vísir ræddi við Ásgeir Þór Davíðsson fyrr í morgun, þar sem kom í ljós að konan, sem er um fertugt, starfaði sem nektardansmær á stað hans fyrir um fimm árum síðan. Nágrannar konunnar sögðu í viðtali við Vísi að þeir hefðu orðið varir við að ungar konur af erlendum uppruna virtust leita í þjónustu konunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið ekki til rannsóknar þar á bæ.
Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13
Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01