Fótbolti

Beckham fær aftur fyrirliðabandið hjá LA Galaxy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Mynd/AP
David Beckham er orðinn fyrirliði hjá Los Angeles Galaxy á ný en hann ber fyrirliðabandið í fyrsta sinn í þrjú ár þegar liðið mætir Real Salt Lake í MLS-deildinni á morgun.

„Bruce bað mig um að vera fyrirliði og ég mun bera fyrirliðabandið stoltur," sagði David Beckham sem er á síðasta árinu í sínum risasamningi við bandaríska félagið.

„Þetta mun ekki breyta því hvernig ég spila. Það er heiður að bera fyrirliðabandið en það þarf fleiri en einn leiðtoga inn á vellinum," sagði Beckham.

David Beckham varð fyrirliði Los Angeles Galaxy þegar hann kom þangað fyrst árið 2007 en hann hefur ekki borið fyrirliðabandið síðan 26 .október 2008. Landon Donovan hefur verið fyrirliði liðsins síðan þá en hann mun ekki spila leikinn á morgun þar sem að hann er upptekinn með bandaríska landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×