Erlent

Katar fylgist með lofthelgisbanninu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vél Katarmanna sem notuð var til að fylgjast með lofthelgisbanninu. Mynd/ afp.
Vél Katarmanna sem notuð var til að fylgjast með lofthelgisbanninu. Mynd/ afp.
Katar varð í dag fyrsta arabíska ríkið til þess að senda flugvél yfir Líbíu til að fylgjast með lofthelgisbanninu sem þar var sett á fyrir rúmri viku. Flugvélin var af gerðinni Mirage 2000-5. Á eftir henni fylgdi frönsk flugvél af sömu gerð.

Katar hefur sent sex vélar af þessari gerð og tvær flutningavélar til Evrópu. Þær verða mögulega notaðar í aðgerðunum gegn Líbíustjórn, eftir því sem fram kemur á fréttavef Danmarks Radio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×