Enski boltinn

Tevez ekki valinn í argentínska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez er enn í kuldanum hjá Sergio Batista, landsliðsþjálfara Argentínu, sem tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki liðsins gegn Bandaríkjunum og Kosta Ríku.

Batista valdi Tevez ekki í liðið þegar að Argentína lék við Portúgal í síðasta mánuði og segir enga sérstaka ástæðu vera fyrir þessu - hann vilji aðeins sjá marga mismunandi leikmenn spreyta sig með liðinu.

Sergio Agüero mun ekki heldur spila með liðinu í þessum leikjum og eru voru þó nokkrir leikmenn valdir í fyrsta sinn í landsliðið.

Þetta eru þeir Adrian Gabbaraini markvörður, Federico Fazio varnarmaður, Fernando Belluschi miðvallarleikmaður og sóknarmaðurinn Eduardo Salvio.

Leikmannahópurinn:

Markverðir: Sergio Romero (AZ Alkmaar), Mariano Andujar (Catania), Adrian Gabbarini (Independiente)

Varnarmenn: Javier Zanetti (Inter Milan), Pablo Zabaleta (Man City), Nicolas Burdisso (Roma), Ezequiel Garay (Real Madrid), Marcos Rojo (Spartak Moscow), Nicolas Otamendi (Porto), Gabriel Milito (Barcelona), Federico Fazio

Miðvallarleikmenn:  Esteban Cambiasso (Inter Milan), Lucas Biglia (Anderlecht), Jose Sosa (Napoli), Angel Di Maria (Real Madrid), Javier Mascherano (Barcelona), Ever Banega (Valencia), Javier Pastore (Palermo), Mario Bolatti (Internacional de Porto Alegre), Fernando Belluschi (Porto)

Framherjar: Lionel Messi (Barcelona), Ezequiel Lavezzi (Napoli), Eduardo Salvio (Benfica), Nicolas Gaitan (Benfica).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×