Enski boltinn

Van der Sar kátur með mikilvægan sigur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
van der Sar lék vel í dag.
van der Sar lék vel í dag. Nordic Photos/Getty Images
Markvörður Manchester United, Edwin van der Sar, telur að sigur liðsins á Arsenal í dag í 8-liða úrslitum enska bikarsins gæti reynst mjög mikilvægur. Man. United vann leikinn 2-0 og segir van der Sar að nú sé liðið búið að ná sálfræðilegu forskoti á Arsenal í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

„Við vorum að leika mjög vel. Við náðum að skora og vörðumst vel. Þetta var mikilvægur sigur eftir að við töpuðum fyrir Chelsea og Liverpool og forystan á toppnum er nánast engin. Við þurftum á sigri að halda í kvöld til að eiga möguleika á bikar,“ sagði van der Sar.

Þessi fertugi hollenski markvörður var magnaður á milli stanganna hjá United í kvöld og var réttilega útnefndur maður leiksins. Hann mun leggja hanskana á hilluna í lok leiktíðar og þrátt fyrir góða frammistöðu í vetur ætlar hann ekki að skipta um skoðun. „Nei ég mun hætta, það er öruggt,“ sagði van der Sar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×