Enski boltinn

Beckham óviss um framtíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Beckham segist vera óviss um hvað taki við hjá sér eftir að næsta keppnistímabili í bandarísku MLS-deildinni lýkur.

Tímabilið verður hans síðasta í bandarísku deildinni en hann vildi ekkert segja um hvað myndi taka við að því loknu.

„Mér líður vel og hlakka mikið til tímabilsins," sagði Beckham en lið hans, LA Galaxy, mætir Seattle í opnunarleik tímabilsins á föstudaginn.

Hann sleit hásin í fyrra og var því frá í sex mánuði. „Ég myndi segja að ég væri 100 prósent heill heilsu," sagði Beckham. „Síðasta tímabil var erfitt vegna meiðslanna en ég hef lagt mikið á mig og er orðinn eins góður og ég þarf að vera."

Beckham æfði með Tottenham á meðan að bandaríska deildin var í fríi í vetur en fékk ekki að spila með liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Hann útilokar þó ekki að snúa þangað aftur einn daginn.

„Hver veit? Ég átti frábæran feril í Englandi í 12-13 ár. Ég hef alltaf sagt að ég hef aldrei viljað spila með öðru liði en Manchester United í Englandi því það er svo frábært félag. Aldurinn er að færast yfir og ég á ekki mörg ár eftir. Ég er á mínu síðasta ári hjá Galaxy en hver veit hvað gerist."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×