Enski boltinn

Moratti: Balotelli mun ekki breytast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Massimo Moratti, forseti Inter, er ekki búinn að gleyma fyrrum leikmanni liðsins, Mario Balotelli, sem var óstýrilátur í herbúðum Inter rétt eins og hjá Man. City.

Moratti finnst ekkert sérstaklega leiðinlegt að tjá sig um menn og málefni og hefur nú lagt orð í belg í umræðuna um Balotelli.

"Svona er persónuleiki hans. Það er hægt að breyta ýmsu í lífinu en það er erfitt að breyta persónuleika sínum," sagði Moratti.

"Hann hefur samt sínar jákvæðu hliðar. Hann er til í að leggja hart að sér til þess að sanna sig."

Moratti hefur lítinn áhuga á að fá Balotelli aftur til Inter en AC Milan er æst í að kaupa vandræðagemlinginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×